Körfubolti

Einar Árni hættir með Njarðvík

Einar Árni Jóhannsson.
Einar Árni Jóhannsson. vísir/vilhelm
Einar Árni Jóhannsson verður ekki þjálfari körfuboltaliðs Njarðvíkur næsta vetur. Hann hefur staðfest það.

Það gerir Einar í samtali við karfan.is í dag en hann hefur unnið frábært starf fyrir félagið.

"Ég g hef þegar tilkynnt formannni deildarinnar sem og leikmönnunum mínum að ég muni ekki sækjast eftir áframhaldandi samstarfi með meistaraflokk félagsins en samningurinn minn rennur út í vor og frekara framhald hafði svosem ekkert verið rætt," sagði Einar við karfan.is.

"Ég og Friðrik formaður komum inn sem þjálfarar á erfiðum tímapunkti í janúar 2011 og haustið 2011 var ákveðið að fara í markvissa uppbyggingu með klúbbinn og laga til í fjárhag samhliða. Stjórn deildarinnar hefur gert frábæra hluti með fjármálahliðina og á sama tíma haldið uppi flottri umgjörð í kringum liðið sem er fyrir mér mikið þrekvirki."

Vísir mun ræða við Einar síðar í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×