Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Valur 21-31 | Valsmenn unnu stórsigur í Eyjum Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 13. febrúar 2014 18:15 Óli er með strákana sína í Eyjum. Lærisveinar Ólafs Stefánssonar í Val eru komnir á mikið skrið í Olís-deild karla en Valsliðið fagnaði sínum fjórða deildarsigri í röð í kvöld þegar liðið vann tíu marka sigur á ÍBV í Eyjum, 31-21. Bæði lið voru búin að vinna þrjá deildarleiki í röð en féllu út úr bikarnum í upphafi vikunnar. Valsmenn komu hinsvegar mun sterkari til baka frá þeim vonbrigðum og unnu sannfærandi sigur. Leikurinn varð aldrei spennandi en Valsmenn komust yfir í byrjun og héldu forystunni út allan leikinn. Það var eins og Eyjamenn hafi ekki mætt til leiks og fyir það var þeim svo sannarlega refsað. Flottur sóknarleikur og frábær varnarleikur Valsara í byrjun leiks skóp sigurinn. Gestirnir komust sjö mörkum yfir þegar einungis sautján mínútur voru liðnar en þá höfðu þeir Orri Freyr Gíslason og Sveinn Aron Sveinsson farið á kostum. Eyjamenn tóku leikhlé og reyndu að snúa leiknum sér í vil en það virtist vera þannig að fyrir hvert mark sem heimamenn skoruðu þá skoruðu Valsmenn eitt ef ekki tvö í bakið á þeim. Staðan í hálfleik var svo 8-17 og leikurinn nánast búinn. Valsmenn mættu ekki jafnsterkir til leiks í síðari hálfleik en Eyjamenn gengu á lagið og náðu að skora nokkur mörk. Á tveggja mínútna kafla tókst Eyjamönnum að skora fjögur mörk gegn engu frá Valsmönnum og voru þá komnir fjórum mörkum frá gestunum. Þá tók Ólafur Stefánsson leikhlé sem reyndist vera góð ákvörðun því að Valsmönnum tókst að auka forskotið í sjö mörk og þá voru einungis tíu mínútur eftir af leiknum. Munurinn var svo orðinn tíu mörk þegar að Geir Guðmundsson hafði prjónað sig í gegn nokkrum sinnum. Leiknum lauk svo með tveimur mörkum frá Finni Inga Stefánssyni og lokatölur því 21-31, liðin hafa því sætaskipti við topp deildarinnar en Eyjamenn geta endurheimt annað sætið takist þeim að vinna leikinn sem þeir eiga inni.Vignir Stefánsson: Bubbi er hrikalega flottur fyrir aftan „Þetta var mjög gott, erfiður leikur framan af. Þeir komust aðeins inn í þetta aftur, við vissum að þeir myndu ekki gefast upp. Það var gaman að koma hingað aftur og spila,“ sagði Vignir Stefánsson fyrrverandi leikmaður ÍBV og núverandi leikmaður Vals eftir stórsigur síðarnefnda liðsins í Eyjum í kvöld. „Vörnin nær vel saman og Bubbi er hrikalega flottur fyrir aftan. Við erum að bæta okkur og sérstaklega varnarlega,“ bætti Vignir við. „Við stökkum upp fyrir þá í bili og tökum bara þau stig sem eru í boði,“ voru lokaorð Vignis en hann skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í dag.Arnar Pétursson: Þetta var alveg skelfilegt „Þetta var langt frá því að vera okkar dagur, þetta var alveg skelfilegt og þá sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar Pétursson annar þjálfara Eyjamanna eftir stórt tap þeirra fyrir Valsmönnum. „Við verðum að renna yfir það í kvöld hvað fór úrskeiðis. Sóknarlega erum við staðir og mætum bolta mjög illa,“ bætti Arnar við en fyrstu 22 mínútur leiksins skoruðu Eyjamenn aðeins fjögur mörk. „Menn áttu að hreyfa sig boltalaust, draga þá út úr stöðum og mæta á ferðinni þar sem þeir voru ekki en það gekk ekki eftir,“ sagði Arnar í lokin en hann segir að leikmenn hafi verið svekktir eftir bikarleikinn og að hans menn verði að hætta að svekkja sig á því og einbeita sér að því að spila góðan handbolta. Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Lærisveinar Ólafs Stefánssonar í Val eru komnir á mikið skrið í Olís-deild karla en Valsliðið fagnaði sínum fjórða deildarsigri í röð í kvöld þegar liðið vann tíu marka sigur á ÍBV í Eyjum, 31-21. Bæði lið voru búin að vinna þrjá deildarleiki í röð en féllu út úr bikarnum í upphafi vikunnar. Valsmenn komu hinsvegar mun sterkari til baka frá þeim vonbrigðum og unnu sannfærandi sigur. Leikurinn varð aldrei spennandi en Valsmenn komust yfir í byrjun og héldu forystunni út allan leikinn. Það var eins og Eyjamenn hafi ekki mætt til leiks og fyir það var þeim svo sannarlega refsað. Flottur sóknarleikur og frábær varnarleikur Valsara í byrjun leiks skóp sigurinn. Gestirnir komust sjö mörkum yfir þegar einungis sautján mínútur voru liðnar en þá höfðu þeir Orri Freyr Gíslason og Sveinn Aron Sveinsson farið á kostum. Eyjamenn tóku leikhlé og reyndu að snúa leiknum sér í vil en það virtist vera þannig að fyrir hvert mark sem heimamenn skoruðu þá skoruðu Valsmenn eitt ef ekki tvö í bakið á þeim. Staðan í hálfleik var svo 8-17 og leikurinn nánast búinn. Valsmenn mættu ekki jafnsterkir til leiks í síðari hálfleik en Eyjamenn gengu á lagið og náðu að skora nokkur mörk. Á tveggja mínútna kafla tókst Eyjamönnum að skora fjögur mörk gegn engu frá Valsmönnum og voru þá komnir fjórum mörkum frá gestunum. Þá tók Ólafur Stefánsson leikhlé sem reyndist vera góð ákvörðun því að Valsmönnum tókst að auka forskotið í sjö mörk og þá voru einungis tíu mínútur eftir af leiknum. Munurinn var svo orðinn tíu mörk þegar að Geir Guðmundsson hafði prjónað sig í gegn nokkrum sinnum. Leiknum lauk svo með tveimur mörkum frá Finni Inga Stefánssyni og lokatölur því 21-31, liðin hafa því sætaskipti við topp deildarinnar en Eyjamenn geta endurheimt annað sætið takist þeim að vinna leikinn sem þeir eiga inni.Vignir Stefánsson: Bubbi er hrikalega flottur fyrir aftan „Þetta var mjög gott, erfiður leikur framan af. Þeir komust aðeins inn í þetta aftur, við vissum að þeir myndu ekki gefast upp. Það var gaman að koma hingað aftur og spila,“ sagði Vignir Stefánsson fyrrverandi leikmaður ÍBV og núverandi leikmaður Vals eftir stórsigur síðarnefnda liðsins í Eyjum í kvöld. „Vörnin nær vel saman og Bubbi er hrikalega flottur fyrir aftan. Við erum að bæta okkur og sérstaklega varnarlega,“ bætti Vignir við. „Við stökkum upp fyrir þá í bili og tökum bara þau stig sem eru í boði,“ voru lokaorð Vignis en hann skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í dag.Arnar Pétursson: Þetta var alveg skelfilegt „Þetta var langt frá því að vera okkar dagur, þetta var alveg skelfilegt og þá sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar Pétursson annar þjálfara Eyjamanna eftir stórt tap þeirra fyrir Valsmönnum. „Við verðum að renna yfir það í kvöld hvað fór úrskeiðis. Sóknarlega erum við staðir og mætum bolta mjög illa,“ bætti Arnar við en fyrstu 22 mínútur leiksins skoruðu Eyjamenn aðeins fjögur mörk. „Menn áttu að hreyfa sig boltalaust, draga þá út úr stöðum og mæta á ferðinni þar sem þeir voru ekki en það gekk ekki eftir,“ sagði Arnar í lokin en hann segir að leikmenn hafi verið svekktir eftir bikarleikinn og að hans menn verði að hætta að svekkja sig á því og einbeita sér að því að spila góðan handbolta.
Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira