Innlent

Lögmaður Breivik til landsins

Stefán Ó. Jónsson skrifar
MYND/AP
Geir Lippestad, lögmaðurinn sem er hvað þekktastur fyrir að hafa verið verjandi Anders Behrings Breivik þegar hann var sakfelldur fyrir fjöldamorðin í Osló og Útey árið 2011, verður framsögumaður á síðdegisfundi Lögmannafélags Íslands á morgun.

Samkvæmt frétt félagsins mun Lippestad fjalla um hlutverk og skyldur verjenda í réttarríki, einkum í málum sem fá mikla athygli. „Lippestad er þekktur fyrir að ræða opinskátt um þær ákvarðanir sem hann, sem verjandi, þurfti að taka og hvernig hægt er að standast álag sem slíkum ákvörðunum fylgir, m.a. vegna þeirra grundvallar gilda sem viðurkennd eru í réttarríki,“ stendur í tilkynningunni.



Sem fyrr segir er fundurinn á morgun á Hilton Hótel Nordica og hefst kl. 16. Fundurinn fer fram á ensku.



Nánari upplýsingar má nálgast á vef Lögmannafélags Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×