Körfubolti

Snæfellsstelpurnar jöfnuðu met í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var líka í liði KR sem vann deildarmeistaratitilinn árið 2010 með sigri á Hamar í Hveragerði þegar fjórir leikir voru eftir.
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var líka í liði KR sem vann deildarmeistaratitilinn árið 2010 með sigri á Hamar í Hveragerði þegar fjórir leikir voru eftir. Vísir/Stefán
Snæfell tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Dominos-deild kvenna í körfubolta með sigri á Hamar í Hveragerði í gær. Liðið er búið að vinna deildina þótt að það séu fjórar umferðir eftir.

Snæfell jafnaði með þessu met og varð aðeins fimmta kvennaliðið sem nær að tryggja sér deildarmeistaratitilinn þegar fjórir leikir eru eftir.

Snæfell hefur átta stiga forskot á Hauka þegar átta stig eru eftir í pottinum en Snæfellsliðið hefur þegar tryggt sér sigur í innbyrðisviðureignum liðanna og verður því alltaf ofar en Haukar.

Hin fjögur liðin sem hafa náð þessu eru Keflavík (1993), Haukar (2006), KR (2010) og Keflavík (2013). Öll þessi lið eiga það sameiginlegt að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn í úrslitakeppninni seinna um veturinn.

Snæfellskonur hafa nú unnið tólf deildarleiki í röð og geta unnið annan titil á innan við viku þegar þær mæta Haukum í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn kemur.

Deildarmeistarar í efstu deild kvenna þegar flestir leikir eru eftir:

4 - Keflavík 2003

4 - Haukar 2006

4 - KR 2010

4 - Keflavík 2013

4 - Snæfell 2014

3 - Keflavík 1993

3 - KR 1999

3 - Haukar 2009

Fljótastar til að verða deildarmeistarar í efstu deild kvenna:

19. janúar 1993 - Keflavík

3. febrúar 2010 - KR

8. febrúar 2006 - Haukar

8. febrúar 2009 - Haukar

13. febrúar 2003 -  Keflavík

16. febrúar 2014 - Snæfell

20. febrúar 1999 -  KR

21. febrúar 2004 -  Keflavík




Fleiri fréttir

Sjá meira


×