Bíó og sjónvarp

Vilja fólk til Íslands í Game of Thrones-túr

Chris Newman, einn framleiðanda Game of Thrones
Chris Newman, einn framleiðanda Game of Thrones
Blaðamaður bresku vefsíðunnar Digital Spy kom til Íslands til þess að sjá tökustaði úr hinni geysivinsælu þáttaröð, Game of Thrones. Þá er mælt með sérstökum Game of Thrones túr, þar sem ferðamönnum eru sýndir helstu tökustaðir úr þáttunum.

Blaðamaður Digital Spy var heillaður af landi og þjóð og segir meðal annars frá heimsókn sinni til Akureyrar, á Mývatn, og að Goðafossi svo eitthvað sé nefnt. 

Á vefsíðunni má sjá myndir úr ferðinni og viðtal við framleiðanda Game of Thrones, Chris Newman, þar sem hann talar mikið um Ísland og tökurnar og segir tökustaðinn, Ísland, eitt leyndarmálanna á bakvið velgengni þáttanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.