Dæmi um undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. febrúar 2014 10:03 Skýrsluhöfundar segja að veigamiklar breytingar hafi orðið á sjávarútvegsstefnu ESB í gegnum tíðina. Erfitt er fyrir umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu að fá varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu þess, að því er fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu aðildarviðræðna við ESB, sem verður kynnt í dag. Hins vegar eru dæmi um að gerðar hafi verið breytingar á lögum sambandsins til að fást við sérstök vandamál. Hægt er að hala niður niðurstöðukafla skýrslunnar hér að neðan. „Reynsla af inngöngu annarra þjóða sýnir að erfiðlega hefur gengið að fá varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins,“ segir í skýrslunni. „Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur og í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf sambandsins til að eiga við sérstök vandamál sem upp hafa komið. Þannig fengu Maltverjar undanþágur frá fiskveiðistefnunni þar sem mælt er fyrir um breytingar á reglugerð um tæknilegar verndarráðsstafanir vegna viðgangs fiskistofna í Miðjarðarhafi. Skyldu þessar breytingar ganga í gegn áður en Malta yrði meðlimur í Evrópusambandinu. Þessar tilhliðranir er nú að finna í gerðum Evrópusambandsins og þeim verður einungis breytt á vettvangi þess.“Ísland sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði?Skýrsluhöfundar segja að veigamiklar breytingar hafi orðið á sjávarútvegsstefnu ESB í gegnum tíðina. „Meðal nýjunga er að áhersla er lögð á að einungis höfuðmarkmiðin séu ákvörðuð sameiginlega meðan útfærsla og ákvaðanavald um það hvernig þeim markmiðum sé náð eru færð nær heimabyggð, þ.e. til einstakra aðildarlanda eða jafnvel héraða. Þá er aukin áhersla lögð á hlutverk svæðisbundinna ráðgjafaráða. Hugsanlega væri hægt að hugsa sér að Ísland yrði skilgreint sem sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði innan sameiginlegrar fiskveiðistjórnunarstefnu Evrópusambandins, en hvaða þýðingu það hefði fyrir stjórn fiskveiða hér við land er óljóst, m.a. vegna þess að stjórnunin sjálf væri þá háð Evrópureglum. Eftir stendur að þau lönd sem sækja um aðild að Evrópusambandinu gangast undir hina sameiginlegu fiskveiðistefnu og allar breytingar á henni í framtíðinni verða einungis ákveðnar á vettvangi sambandsins,“ segir í skýrslunni. Í niðurstöðum skýrslunnar segir að reynsla annarra þjóða sýni að erfitt hafi reynst að fá varanlegar undanþágur frá sameiginlegri stefnu ESB, enda þýði aðild að land taki upp hina sameiginlegu stefnu. Hægt sé að fá tímabundnar undanþágur, en ær séu teknar upp í gerðri sambandsins og breytingar á þeim verði eingöngu gerðar á grundvelli þess. „Þegar um er að ræða sérlausnir, sem kann að verða samið um, þarf að taka skýrt fram í aðildarsamningi um það ef þær eiga að verða varanlegar.“Erfiðar samningaviðræður Skýrsluhöfundar segja óheppilegt varðandi mat á stöðu viðræðnanna að ekki skyldi auðnast að leggja fram samningsafstöðu varðandi fjóra kafla, þar á meðal sjávarútvegs- og landbúnaðarkaflann. Það sé því erfitt að átta sig á hver framvinda viðræðna um sjávarútvegsmál hefði orðið. „...ljóst er að erfitt hefði verið að semja út frá þeim áherslum sem lagðar eru í meirihlutaáliti utanríkisnefndar sem lagt var fram þegar Alþingi samþykkti að sækja um aðild. Má þar nefna atriði eins og formlegt forræði yfir auðlindum sjávar, takmarkanir við fjárfestingar og forsvar á alþjóðavettvangi,“ segir í skýrslunni. Meðfylgjandi er niðurstöðukafli skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Erfitt er fyrir umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu að fá varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu þess, að því er fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu aðildarviðræðna við ESB, sem verður kynnt í dag. Hins vegar eru dæmi um að gerðar hafi verið breytingar á lögum sambandsins til að fást við sérstök vandamál. Hægt er að hala niður niðurstöðukafla skýrslunnar hér að neðan. „Reynsla af inngöngu annarra þjóða sýnir að erfiðlega hefur gengið að fá varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins,“ segir í skýrslunni. „Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur og í sumum tilfellum hefur tekist að fá fram breytingar í löggjöf sambandsins til að eiga við sérstök vandamál sem upp hafa komið. Þannig fengu Maltverjar undanþágur frá fiskveiðistefnunni þar sem mælt er fyrir um breytingar á reglugerð um tæknilegar verndarráðsstafanir vegna viðgangs fiskistofna í Miðjarðarhafi. Skyldu þessar breytingar ganga í gegn áður en Malta yrði meðlimur í Evrópusambandinu. Þessar tilhliðranir er nú að finna í gerðum Evrópusambandsins og þeim verður einungis breytt á vettvangi þess.“Ísland sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði?Skýrsluhöfundar segja að veigamiklar breytingar hafi orðið á sjávarútvegsstefnu ESB í gegnum tíðina. „Meðal nýjunga er að áhersla er lögð á að einungis höfuðmarkmiðin séu ákvörðuð sameiginlega meðan útfærsla og ákvaðanavald um það hvernig þeim markmiðum sé náð eru færð nær heimabyggð, þ.e. til einstakra aðildarlanda eða jafnvel héraða. Þá er aukin áhersla lögð á hlutverk svæðisbundinna ráðgjafaráða. Hugsanlega væri hægt að hugsa sér að Ísland yrði skilgreint sem sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði innan sameiginlegrar fiskveiðistjórnunarstefnu Evrópusambandins, en hvaða þýðingu það hefði fyrir stjórn fiskveiða hér við land er óljóst, m.a. vegna þess að stjórnunin sjálf væri þá háð Evrópureglum. Eftir stendur að þau lönd sem sækja um aðild að Evrópusambandinu gangast undir hina sameiginlegu fiskveiðistefnu og allar breytingar á henni í framtíðinni verða einungis ákveðnar á vettvangi sambandsins,“ segir í skýrslunni. Í niðurstöðum skýrslunnar segir að reynsla annarra þjóða sýni að erfitt hafi reynst að fá varanlegar undanþágur frá sameiginlegri stefnu ESB, enda þýði aðild að land taki upp hina sameiginlegu stefnu. Hægt sé að fá tímabundnar undanþágur, en ær séu teknar upp í gerðri sambandsins og breytingar á þeim verði eingöngu gerðar á grundvelli þess. „Þegar um er að ræða sérlausnir, sem kann að verða samið um, þarf að taka skýrt fram í aðildarsamningi um það ef þær eiga að verða varanlegar.“Erfiðar samningaviðræður Skýrsluhöfundar segja óheppilegt varðandi mat á stöðu viðræðnanna að ekki skyldi auðnast að leggja fram samningsafstöðu varðandi fjóra kafla, þar á meðal sjávarútvegs- og landbúnaðarkaflann. Það sé því erfitt að átta sig á hver framvinda viðræðna um sjávarútvegsmál hefði orðið. „...ljóst er að erfitt hefði verið að semja út frá þeim áherslum sem lagðar eru í meirihlutaáliti utanríkisnefndar sem lagt var fram þegar Alþingi samþykkti að sækja um aðild. Má þar nefna atriði eins og formlegt forræði yfir auðlindum sjávar, takmarkanir við fjárfestingar og forsvar á alþjóðavettvangi,“ segir í skýrslunni. Meðfylgjandi er niðurstöðukafli skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira