Erlent

Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði

Flestir hinna látnu eru mótmælendur en níu lögreglumenn liggja einnig í valnum, auk eins blaðamanns.
Flestir hinna látnu eru mótmælendur en níu lögreglumenn liggja einnig í valnum, auk eins blaðamanns. vísir/afp

Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að stærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum.



Flestir hinna látnu eru mótmælendur en níu lögreglumenn liggja einnig í valnum, auk eins blaðamanns, að því er fram kemur á vef BBC. Þá slösuðust hundruð í átökunum.



Mótmælin í landinu hafa staðið síðustu mánuði en átök blossuðu skyndilega upp í gær um leið og stjórnarandstöðuþingmenn reyndu að koma í gegn frumvarpi á þinginu sem hefði dregið mjög úr völdum forsetans Viktors Yanukovych.



Mótmælendurnir höfðu fengið frest til klukkan fjögur síðdegis í gær til þess að yfirgefa vígi sitt á Sjálfstæðistorgi en við því var ekki orðið.

Hundruð særðust í átökunum í nótt.vísir/afp

Tengdar fréttir

„Ástandið hérna er hrikalegt“

Hilmar Júlíusson er staddur í vinnuferð í Kænugarði í Úkraínu, þar sem mikil átök brutust út á milli mótmælenda og lögreglumanna. Hann var heppinn að lenda ekki degi fyrr í Úkraínu.

Köstuðu steinum í lögreglu

Stjórnarandstöðuþingmenn í Úkraínu saka stjórnvöld um að tefja umbætur á stjórnarskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×