Sport

Úkraínumenn máttu ekki bera sorgarbönd í Sotsjí

Dmytro Mytsak mátti ekki bera sorgarband í stórsviginu í dag.
Dmytro Mytsak mátti ekki bera sorgarband í stórsviginu í dag. Vísir/Getty
Þeim úkraínsku íþróttamönnum sem kepptu á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi í dag var meinað að bera sorgarbönd á meðan þau kepptu.

Úkraínumenn áttu keppendur í stórsvigi, á snjóbrettum og í skíðaskotfimi en þeir vildu minnast þeirra 25 sem létust í átökum lögreglunnar og mótmælenda í höfuðborg Úkraínu, Kænugarði, í nótt.

Alþjóðaólympíunefndin hafnaði beiðni þeirra á sömu forsendum og Kandamönnum var bannað að vera með límmiða á búningum sínum til minningar um skíðafimikonuna Söruh Burke sem lést við æfingar og Norðmönnum var meinað að keppa með sorgarbönd til minningar um bróður einnar skíðagöngukonunnar sem lést kvöldið áður en leikarnir hófust.

Í báðum tilfellum, og nú því þriðja hjá Úkraínumönnum, fannst Ólympíunefndinni þetta ekki við hæfi en tók fram í öll skiptin að hún myndi aðstoða þjóðirnar við að minnast látinna félaga, svo lengi sem það væri gert utan keppnisstaða.

Kænugarður brann í nótt.Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 12

Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en tólfti keppnisdagur leikanna er í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×