Fótbolti

Ekkert hik á Bayern Munchen

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Ekkert virðist geta komið í veg fyrir það að Bayern Munchen vinni þýska titilinn annað árið í röð, eftir 19 leiki er liðið með þrettán stiga forskot á Leverkusen í öðru sæti.

Eftir óaðfinnanlegt gengi á síðasta tímabili var erfitt fyrir liðið að halda dampi og voru margir sem efuðust um að slíkt gengi yrði leikið aftur undir nýjum stjóra. Pep Guardiola tók við af Jupp Heynckes og setti strax sinn stimpil á liðið sem virðist ekkert draga úr góðu gengi liðsins.

Í dag mætti Frankfurt á Allianz Arena og átti litla möguleika, Bayern einfaldlega valtaði yfir gestina 5-0 og skoruðu Mario Götze, Frank Ribery, Arjen Robben, Dante og Mario Mandzukic mörkin.

Þá tapaði Hertha Berlin 3-1 gegn Nurnberg á Ólympíuvellinum í Berlín. Adrian Ramos kom heimamönnum yfir í upphafi leiks en þrjú mörk í seinni hálfleik tryggði Frankfurt stigin þrjú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×