Fótbolti

Bayern bætti met Arsenal í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Bayern München fagna hér einu af fimm mörkum sínum í dag.
Leikmenn Bayern München fagna hér einu af fimm mörkum sínum í dag. Vísir/Getty
Bayern München hélt áfram sigurgöngu sinni í þýsku úrvalsdeildinni í dag með 5-0 stórsigri á Eintracht Frankfurt á Allianz-Arena í München.

Bayern München liðið hefur nú leikið 44 deildarleiki í röð án þess að tapa og setur þar met í hverjum leik.

Bæjarar bættu hinsvegar þrettán ára gamalt met Arsenal í dag þegar liðið skoraði í 56 deildarleiknum í röð.

Arsenal skoraði í 55 deildarleikjum í röð árið 2001 og ekkert lið úr bestu deildum Evrópu hafði náð því þar til að Bayern-liðið jafnaði metið um síðustu helgi og bætti það svo í dag.

Mario Götze, Franck Ribery, Arjen Robben, Dante og Mario Mandzukic skoruðu mörk Bayern í sigrinum í dag en liðið hefur nú þrettán stiga forskot á Bayer Leverkusen.

Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, tók við í sumar og hefur gert gott lið enn betra en liðið er nú handhafi fimm titla í Þýskalandi og Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×