Lífið

Woody Allen þvertekur fyrir að hafa misnotað dóttur sína

Stefán Árni Pálsson skrifar
Woody Allen gefið frá sér yfirlýsingu.
Woody Allen gefið frá sér yfirlýsingu. nordicphotos/getty

Dylan Farrow, dóttir bandaríska kvikmyndaleikstjórans Woody Allen, segist hafa verið misnotuð kynferðislega í æsku af leikstjóranum. Í opinskáu bréfi sem birt var á bloggvef New York Times í gær segir hún misnotkunina hafa staðið yfir frá því hún muni eftir sér og þar til hún varð sjö ára.



Nú hefur Woody Allen gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertekur fyrir það að hafa misnotað dóttir sína.



Talsmaður Woody Allen, Leslee Dart, sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu fyrir hans hönd.



„Woody Allen hefur nú farið yfir umrætt bréf og heldur því staðfastlega fram að þarna sé um að ræða algjör ósannindi. Hann mun í nánustu framtíð tjá sig nánar um málið.“



„Á umræddum tíma átti sér stað rannsókn á málinu og töldu sérfræðingar að ekki væri grunur um kynferðislega misnotkun. Dylan Farrow hefur í gegnum tíðina átt í erfileikum með að greina á milli sannleikans og ímyndunar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×