Bíó og sjónvarp

Acid Make-Out frumsýnd á Sónar Reykjavík

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Stuttmyndin Acid Make-Out verður frumsýnd á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í febrúar.

Myndin er um 20 mínútur að lengd og það er Daníel Þorsteinsson, kenndur við hljómsveitirnar Sometime og Maus, sem stendur á bak við verkið.

Acid Make-Out er byggð á bókinni Sex, Drugs, Einstein and Elves eftir bandaríska vísindamanninn Clifford A. Pickover en öll tónlist myndarinnar er í höndum hljómsveitarinnar Sometime.

Sýning myndarinnar verður í Kaldalóni í Hörpu, laugardaginn 15. febrúar klukkan 21. Sjá má stutt sýnishorn úr myndinni hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×