Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 93 - 84 Þór Þorlákshöfn | Grindvíkingar í úrslitin Daníel Rúnarsson í Röstinni skrifar 3. febrúar 2014 18:45 Vísir/Vilhelm Grindvíkingar eru komnir í úrslit Powerade-bikarsins eftir 93-84 baráttu sigur á Þór frá Þorlákshöfn. Grindvíkingar munu þar mæta liði ÍR sem fyrr í kvöld sló út Tindastól. Gulklæddir heimamenn í Grindavík hófu leikinn af miklu afli og tóku forystuna snemma. Þeir komust í sjö stiga forystu þegar um sex mínútur voru liðnar af leiknum og litu aldrei til baka eftir það. Við lok fyrsta leikhluta var forysta heimamanna 13 stig, 32-19, og varnarsinnaður þjálfari gestanna, Benedikt Guðmundsson allt annað en sáttur við sína menn. Grindvíkingar héldu uppteknum hætti við upphaf annars leikhluta og fljótlega var forysta þeirra komin í 18 stig. Þórsarar réðu ekkert við hraðan og skemmtilegan sóknarbolta heimamanna og ítrekuð mistök í sóknarleiknum voru ekki að hjálpa Þórsurum. Undir lok hálfleiksins hrökk Þórsvörnin þó aðeins í gang og náði að knýja fram 8-2 leikkafla sem kom þeim aftur inn í leikinn. Staðan í hálfleik 59-50 og ljóst að baráttan átti bara eftir að aukast í seinni hálfleik. Það hægðist verulega á stigaskorun liðanna í upphafi þriðja leikhluta og augljóst að þjálfarar liðanna höfðu nýtt hálfleiksræðuna til að brýna varnarleik sinna manna. Barátta og hörku vörn einkenndi leikhlutann. Í stað litskrúðugra þriggja stiga skota komu sniðskot skoruð af harðfylgi, svo miklu stundum að leikmenn uppskáru vítaskot að auki. Undir lok þriðja leikhluta skoraði Baldur Þór Ragnarsson einmitt svokallað þriggja stiga sniðskot þegar hann fór af miklum krafti upp gegn sér töluvert hærri varnarmönnum og fékk vítaskot að auki, sem rataði sína leið. Staðan 73-70 við lok þriðja leikhluta. Mikill taugatitringur einkenndi fjórða leikhlutann. Leikmenn þurftu að berjast fyrir hverju einasta stigi og þjálfarar liðanna skiptust á að vera ósáttir, bæði við leikmenn sína og dómara. Um miðbik leikhlutans settu Grindvíkingarnir Jóhann Árni Ólafsson og Ólafur Ólafsson niður mikilvægar þriggja stiga körfur sem gáfu heimamönnum þægilega 12 stiga forystu. Grindvíkingar þéttu varnarleikinn enn frekar og Þórsarar áttu erfitt með að finna leiðir að körfunni. Grindvíkingar létu aldrei af forskoti sínu það sem eftir lifði leiks og sigldu sigrinum í örugga heimahöfn. Það er því ljóst að Grindvíkingar eru á leið í Höllina eftir baráttusigur á Þórsurum í kaflaskiptum leik.Sverrir Þór þjálfari Grindavíkur: Voru allir að leggja í púkkið í kvöld Sverrir Þór Sverrison var að vonum ánægður með að hafa tryggt sér sæti í úrslitaleiknum í leikslok. Grindavíkurliðið fór á fljúgandi start í upphafi leiks og virtust geta skorað að vild. Átti Sverrir von á þessari byrjun? "Ég vonaðist auðvitað eftir þessari byrjun, að allt myndi smella. En þrátt fyrir að við höfum skorað mikið í fyrri hálfleik (59 stig) þá er ég mjög ósáttur með hvað þeir skoruðu mikið á okkur. Við löguðum það í seinni hálfleik og það var eiginlega lykillinn að sigrinum, við hertum á vörninni." Grindvíkingar eru með breiðan hóp og fengu gott framlag frá mörgum mönnum. "Ómar hefur verið frábær undanfarið fyrir okkur og hann hélt því áfram í kvöld. Hann er mikill karakter og var mikilvægur fyrir okkur á báðum endum vallarins, öskrandi menn áfram. En það voru fleiri góðir hjá mér í kvöld. Óli Óla spilaði af miklum krafti, Siggi var frábær og Lewis líka. Jóhann Ólafs spilaði frábæra vörn á kanann þeirra í seinni hálfleik. Jói náði að slökkva á honum eftir að við vorum í veseni með hann í fyrri hálfleik. Það voru bara allir að leggja í púkkið." En hvernig líst Sverri á að mæta liði ÍR í úrslitaleiknum í Höllinni? "Mér líst mjög vel á að fá ÍR í Höllinni. Mér finnst gaman að mæta Örvari Kristjáns vini mínum(þjálfara ÍR). Við töpuðum fyrir þeim núna um daginn og við þurfum að hitta á góðan leik eins og í kvöld til að vinna þá. Við vorum lélegir gegn þeim síðast og þurfum að spila betur til að landa bikarnum. En ég tel okkur eiga mikið inni, sérstaklega í bikarúrslitaleik. Þetta verður gaman!" sagði Sverrir sigurreifur að lokum og spenntur fyrir úrslitaleiknum í Höllinni.Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs: Get ekki líst varnarleiknum! Það er langt síðan undirritaður sá lið Benedikts Guðmundssonar fá á sig 59 stig í einum hálfleik. Hvað gerðist eiginlega? "Ég get bara ekki líst varnarleiknum í fyrri hálfleik. Ég veit ekki hvort það var stress eða eitthvað annað, en mínir menn voru allavega aldrei þar sem þeir áttu að vera og það var bara auðvelt fyrir Grindavík að skora. En samt náðum við einhvernveginn að halda okkur inni í þessum leik og ótrúlegt en satt þá munaði bara 9 stigum í hálfleiknum. Svo fara menn að berjast og gefa aðeins af sér í vörninni í seinni hálfleik en það kom bara of seint" sagði hundfúll Benedikt Guðmundsson eftir að hann hafði haldið þrumuræðu yfir sínum mönnum í leikslok. Mike Cook átti frábæran fyrri hálfleik fyrir Þórsara en var í strangri gæslu Grindvíkinga í þeim seinni. "Þeir fara að tvídekka kanann hjá mér, sem hafði verið okkar aðalmaður í sókninni. En við áttum að vera undir það búnir. Þá átti að opnast fyrir aðra, sem áttu að fá opna þrista. En við settum bara ekki niður stóru skotin, þristarnir duttu bara einhvernveginn aldrei niður í kvöld hjá okkur. Við vissum að það þyrfti allt að smella til að ná sigri hér í kvöld og þetta bara small ekki. Því miður." bætti Benedikt við. Ragnar Nathanaelsson þurfti að fara útaf undir miðbik þriðja leikhluta en kom þó aftur inn á völlinn skömmu síðar. Mun hann hrista þessi meiðsli af sér? "Raggi fær náttúrulega milljón högg í hverjum einasta leik og er bara orðinn vanur því. Þetta var bara högg. Við erum með gott sjúkraþjálfarateymi í Þorlákshöfn og þetta á ekki að vera neitt varanlegt hjá Ragga." sagði Benedikt að lokum.Ómar Örn Sævarsson, Grindavík: Líst ekkert á að fá ÍR í Höllinni! Ómar var einn af betri leikmönnum Grindavíkur í leiknum og barðist á báðum endum vallarins. Var hann sáttur með sjálfan sig í kvöld? "Já ég var bara mjög ánægður með minn leik. Við töluðum um að við þyrftum að leggja okkur aukalega fram í kvöld og þar sem ég er elstur í liðinu og með flesta leiki þá ákvað ég að sýna bara gott fordæmi í því og demba mér í þetta af krafti. Það heppnaðist að þessu sinni" Ómar lék á árum áður með liði ÍR og mætir þeim núna í úrslitaleik bikarsins. Hvernig líst honum á það? "Guð minn almáttugur! Þeir hafa unnið síðustu tvo leiki í Höllinni, og ég spilaði annan þeirra með þeim. Við höfum tapað síðustu þremur og ég spilaði þá alla. Þeir yfirspiluðu okkur í síðasta leik í deildinni. Þannig að þetta verður bara hörkuleikur. Mér líst í raun ekkert á þetta, líst ekkert á að fá ÍR ef ég á að segja eins og er." sagði þreyttur en sáttur Ómar í leikslok. Það verður vafalaust undarlegt fyrir gamla Breiðhyltingin að mæta sínu gamla félagi á fjölum Laugardalshallarinnar. En þegar bikarinn er undir þá hugsa menn vafalaust lítið um söguna. Leikur Grindavíkur og Þórs fór fram fyrr í kvöld. Hér fyrir neðan má lesa beina textalýsingu.4. leikhl. | Lokið | 93-82: Grindvíkingar sigla sigrinum í örugga höfn. Það er því ljóst að Höllin verður máluð gul og hvít því Breiðhyltingar í ÍR sigruðu Tindastól í hinum undanúrslitaleiknum fyrr í kvöld. 4. leikhl. | 1 mín eftir | 90-78: Grindvíkingar eru komnir með allavega annan fótinn inn í Laugardalshöllina. Leikurinn er í þeirra höndum. Nú þarf Benedikt Guðmundsson að grafa djúpt í reynslubankann og teikna upp leiðir í gegnum þétta vörn Grindvíkinga. 4. leikhl. | 3 mín eftir | 88-76: Þórsarar klóra aðeins í bakkann en Ómar Sævars svarar strax fyrir Grindvíkinga.4. leikhl. | 4 mín eftir | 86-74: Nú er komið að Ólafi Ólafs að vera galopinn og hann nýtir sér það líka, annar þristur fyrir heimamenn. Nú fer þetta að verða erfitt fyrir gestina.4. leikhl. | 6 mín eftir | 83-74: Þórsarar skilja Jóhann Árna eftir galopinn, Jóhann þakkar pent fyrir sig og setur niður rándýran þrist. Benedikt Guðmundssyni þjálfara Þórsara líst ekki á blikuna og biður um leikhlé.4. leikhl. | 7 mín eftir | 78-74: Ólíkt fyrri hálfleiknum þá þurfa leikmenn nú að berjast fyrir hverju einasta stigi. Það er alveg ljóst að báðum liðum langar í úrslitaleikinn í Höllinni, spurningin er bara hvoru megin viljinn er meiri. Svo gripið sé í frasabókina góðu.4. leikhl. | 8 mín eftir | 76-70: Þorleifur Ólafsson skorar fyrstu körfu lokafjórðungsins, þriggja stiga karfa hjá Lalla.3. leikhl. | Lokið | 73-70: Baldur fer af harðfylgi upp að körfunni fyrir gestina, kemur boltanum ofan í og fær viti að auki. Setur það niður og munurinn aftur kominn í aðeins þrjú stig, heimamönnum í vil.3. leikhl. | 1 mín eftir | 73-67: Emil Karel með glæsilegar hreyfingar í teignum fyrir gestina.3. leikhl. | 2 mín eftir | 73-64: Varnarleikurinn að þéttast og leikmenn taka rangar ákvarðanir í sóknarleiknum í takt við það. Lítið um stigaskor þangað til að Sigurður Gunnar fer upp í sniðskot, fær körfuna góða og vítaskot að auki sem ratar sína leið.3. leikhl. | 3 mín eftir | 70-64: Mike Cook Áhyggjuefni fyrir Þórsara. Ragnar Nathanaelsson haltrar meiddur af velli, virðist vera hnéð. Ragnar er með 15 stig og 5 fráköst og er Þórsurum gríðarlega mikilvægur.3. leikhl. | 4 mín eftir | 68-62: Clinch Junior með laglegan þrist fyrir Grindvíkinga. Baráttan í leiknum orðin gríðarlega mikil - menn fórna sér í hvert einasta frákast og hvern einasta lausa bolta.3. leikhl. | 6 mín eftir | 63-60: Tómas Heiðar setur niður þriggja stiga skot og fiskar svo ruðning hinu megin á vellinum. Mike Cook setur svo niður þriggja stiga skot í sókninni fyrir Þórsara og skyndilega er munurinn einungis þrjú stig.3. leikhl. | 8 mín eftir | 61-52: Það er alveg á hreinu að báðir þjálfarar hafa brýnt varnarleik liðanna í hálfleiksræðu sinni. Lítið um stigaskorun á fyrstu mínútum þriðja leikhluta.Hálfleikur | 59-50: Hjá heimamönnum í Grindavík eru Clinch Jr. og Sigurður Gunnar stigahæstir, Clinch með 18 stig en Sigurður 17. Clinch hefur að auki gefið 9 stoðsendingar. Sigurður er jafnframt með 7 fráköst. Margir leikmenn væru fullsæmdir af þessari tölfræði eftir heilan leik. Hjá gestunum hefur Mike Cook Jr. dregið vagninn í stigaskorun með 22 stig. Hann hefur hinsvegar tapað boltanum fjórum sinnum. Næstur á eftir honum kemur Ragnar Nathanaelsson með 11 stig. Frákastahsætir í Þórsliðinu eru Nemanja Sovic og Ragnar með 4 fráköst hvor.Hálfleikur | 59-50: Þórsurum hefur gengið erfiðlega að stöðva hraðann leik heimamanna að lokamínútum fyrri hálfleiks undanskildum. Grindvíkingar hafa samtals tekið 45 skot gegn 30 skotum Þórsara. Þar liggur saga leiksins. Grindvíkingar gera færri mistök í sóknarleiknum en gestirnir og taka jafnframt fleiri fráköst, 22 gegn 15. Það, ásamt góðri skotnýtingu, er afskaplega góð uppskrift að sigurleik. Þriggjastiga skyttur Grindvíkinga kólnuðu þó heldur í öðrum leikhlutanum, settu aðeins 1 af 5 skotum sínum niður eftir að hafa sett 4 af 10 þriggja stiga skotum niður í fyrsta leikhluta.2. leikhl. | Lokið | 59-50: Þórsarar náðu að stöðva sóknarleik Grindvíkinga undir lok hálfleiksins sem leiddi til 8-2 leikkafla. Gestirnir minnkuðu því muninn niður í 9 stig rétt fyrir lok hálfleiksins.2. leikhl. | 1 mín eftir | 59-48: Enn kasta gestirnir boltanum frá sér í sókninni. Sem betur fer fyrir þá nýttu Grindvíkingar sér ekki færið að þessu sinni.2. leikhl. | 2 mín eftir | 59-46: Sigurður Gunnar Þorsteinsson kórónar frábæra frammistöðu sína hér í fyrri hálfleiknum með því að troða af offorsi yfir varnarmúr Þórsara. Múr sem er þó ekki mjög stöndugur í augnablikinu.2. leikhl. | 3 mín eftir | 56-42: Grindvíkingar láta vaða á súðum í sóknarleiknum. Taka hvert skotið á fætur öðru og í þau fáu skipti sem þeir klikka, þá hirða þeir bara frákastið.2. leikhl. | 4 mín eftir | 50-37: Inn á völlinn er kominn ungur leikmaður Grindvíkinga, Kjartan Helgi Steinþórsson. Það sem vekur helst athygli undirritaðs við hans innkomu eru glæsileg blek listaverk sem hann ber fagmannlega. Heil ermi öðru megin og hálf hinu megin. Hef trölla trú á blekuðum körfuboltamönnum.2. leikhl. | 5 mín eftir | 48-37: Mike Cook sér um stigaskorunina hjá gestunum, setur sitt átjánda stig með laglegu stökkskoti.2. leikhl. | 6 mín eftir | 46-33: Hinum Juniornum á vellinum leiðist þófið og setur þriggja stiga körfu fyrir heimamenn.2. leikhl. | 7 mín eftir | 40-27: Mike Cook heldur áfram að setja stig á töfluna fyrir gestina úr Þorlákshöfn, sniðskot i þetta skiptið. Þórsarar svara þó hinu megin af vellinum þegar Ólafur Ólafsson fær körfu dæmda góða og vítaskot að auki. Setur það að sjálfsögðu niður.2. leikhl. | 8 mín eftir | 37-25: Tveir þristar í röð frá heimamönnum, fyrst frá Baldri Ragnarssyni og síðan Cook Junior. Nú þurfa þeir að finna einhver svör í vörninni ef þeir ætla að koma sér aftur inn í leikinn. 2. leikhl. | 9 mín eftir | 37-19: Heimamenn byrja annan leikhlutann af sama krafti og þeir luku þeim fyrsta. Gestirnir virðast heillum horfnir beggja vegna miðlínunnar.1. leikhl. | Lokið | 32-19: Heimamenn klára leikhlutann á enn einum þristinum. Clinch Junior í þetta skiptið og forysta Grindvíkinga er komin í 13 stig. Svakalegur sprettur hér í lokin á fyrsta leikhluta. Fjórir af síðustu fimm þriggja stiga körfum Grindvíkinga fóru niður samkvæmt minni talningu. Það er þokkalegt. Líklega kominn tími fyrir gestina að loka á skotin.1. leikhl. | 40 sek eftir | 29-18: Enn fara heimamenn upp í þrist og enn rata skotin niður. Benedikt Guðmundsson er ekkert sérstaklega ánægður með sína menn í vörninni sem viðast ekki enn trúa þvi að Grindvíkingar geti skorað úr þriggja stiga skotum. Þeir hafa þá líklega ekki séð marga leiki á Suðurnesjunum.1. leikhl. | 1:30 mín eftir | 24-16: Mike Cook Tómas Heiðar fiskar ruðning á Grindvíkinginn Jóhann Árna. Enn og aftur fara Þórsarar þó illa að ráði sínu sóknarmegin á vellinum og Ómar Sævarsson fær auðvelda körfu í næstu sókn fyrir Grindvíkinga.1. leikhl. | 3 mín eftir | 20-14: Nú snýst taflið við undir körfunni. Ragnar bakkar með bakið að körfunni og fer síðan fram hjá Sigurði sem neyðist til að brjóta á honum. Boltinn ratar í körfuna, karfan góð og vítaskot að auki.1. leikhl. | 4 mín eftir | 16-9: Ólafur Ólafsson með rándýran þrist í andlitið á Þórsurum. Þórsara hafa farið illa að ráði sínu í sókninni og gefið Grindvíkingum auðveld hraðaupphlaup. Verða að vanda valið betur í sókninni.1. leikhl. | 5 mín eftir | 13-9: Ómar Sævarsson með klaufalega villu, brýtur á Mike Cook Jr. undir körfunni. Cook klikkar hinsvegar á fyrra skotinu - Ómar getur huggað sig við það.1. leikhl. | 6 mín eftir | 11-8: Slagsmálin undir körfunni eru hafin. Sigurður Gunnar skorar af harðfylgi fyrir heimamenn þrátt fyrir að Ragnar Nathanaelsson reyni að nota alla sína sentímetra til að varna honum aðgöngu. 1. leikhl. | 7 mín eftir | 9-8: Nú rignir inn körfum í Grindavík. Tómas Heiðar setur flottan þrist fyrir gestina en Gindvíkingar svara að bragði. 1. leikhl. | 8 mín eftir | 5-3: Þórsarar nýta annað af tveimur vítaskotum sínum. Hinu megin á vellinum lætur Clinch Jr. vaða rúmum meter fyrir utan þriggja stiga línuna og í fer boltinn - ekkert nema net!1. leikhl. | 9 mín eftir | 2-2: Þórsarar skora fyrstu stig leiksins en Ómar Sævarsson var snöggur að svara fyrir gulklædda Grindvíkinga.Fyrir leik Velkomin í beina textalýsingu hér í Grindavík. Heimamenn verða að teljast sigurstranglegri í þessum bikarslag. Auk þess að spila á heimavelli hafa Grindvíkingar unnið tíu leiki í deildinni í vetur en Þórsarar átta.Fyrir leik Þjálfari Þórsara, Benedikt Guðmundsson, hefur komið víða við sem þjálfari. Fjölnir og KR hafa bæði notið krafta Benna auk Grindavíkur sem hann þjálfaði á sínum tíma. Hann þekkir því ágætlega fjalirnar í Röstinni.Fyrir leik: Aðeins fjórum stigum munar á liðunum í Dominos-deildinni. Með sæti í Höllinni í húfi er því ljóst að liðin munu leggja allt í sölurnar til að ná sigri hér í kvöld. Lið Þórs frá Þorlákshöfn hefur verið brokkgengt það sem af er tímabili og hefur þjálfari þeirra, Benedikt Guðmundsson, ítrekað talað um að hann viti varla hvaða lið mæti til leiks hverju sinni; baráttuglaðir Þórsarar eða þeir óeinbeittu. Eitt er ljóst að á góðum degi er afar erfitt að stoppa piltana hans Benna.Fyrir leik: Grindavíkurliðið þarf vart að kynna fyrir lesendum Vísis. Ríkjandi Íslandsmeistarar, tvö ár í röð. Með heimavöllinn að vopni verða þeir að teljast sigurstranglegri hér í kvöld en gleymum því ekki að bikarleikir geta verið afar óútreiknanlegir.Fyrir leik: Það verður afskaplega áhugavert að fylgjast með stóru strákunum undir körfunni hér í kvöld. Hjá Grindvíkingum ræður sjálft Ísafjarðartröllið ríkjum í teignum, Sigurður Gunnarsson. Hjá gestunum úr Þorlákshöfn er það hinsvegar nýstirnið Ragnar Nathanaelsson, einnig þekktur sem Nat Vélin, sem ver körfuna. Ragnar lét þau orð falla fyrr á tímabilinu að hann stefndi á að vera besti miðherji deildarinnar. Nú er spurning hvort hann standi við stóru orðin hér í kvöld eða hvort reynsluboltinn að vestan hafi betur. Dominos-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Sjá meira
Grindvíkingar eru komnir í úrslit Powerade-bikarsins eftir 93-84 baráttu sigur á Þór frá Þorlákshöfn. Grindvíkingar munu þar mæta liði ÍR sem fyrr í kvöld sló út Tindastól. Gulklæddir heimamenn í Grindavík hófu leikinn af miklu afli og tóku forystuna snemma. Þeir komust í sjö stiga forystu þegar um sex mínútur voru liðnar af leiknum og litu aldrei til baka eftir það. Við lok fyrsta leikhluta var forysta heimamanna 13 stig, 32-19, og varnarsinnaður þjálfari gestanna, Benedikt Guðmundsson allt annað en sáttur við sína menn. Grindvíkingar héldu uppteknum hætti við upphaf annars leikhluta og fljótlega var forysta þeirra komin í 18 stig. Þórsarar réðu ekkert við hraðan og skemmtilegan sóknarbolta heimamanna og ítrekuð mistök í sóknarleiknum voru ekki að hjálpa Þórsurum. Undir lok hálfleiksins hrökk Þórsvörnin þó aðeins í gang og náði að knýja fram 8-2 leikkafla sem kom þeim aftur inn í leikinn. Staðan í hálfleik 59-50 og ljóst að baráttan átti bara eftir að aukast í seinni hálfleik. Það hægðist verulega á stigaskorun liðanna í upphafi þriðja leikhluta og augljóst að þjálfarar liðanna höfðu nýtt hálfleiksræðuna til að brýna varnarleik sinna manna. Barátta og hörku vörn einkenndi leikhlutann. Í stað litskrúðugra þriggja stiga skota komu sniðskot skoruð af harðfylgi, svo miklu stundum að leikmenn uppskáru vítaskot að auki. Undir lok þriðja leikhluta skoraði Baldur Þór Ragnarsson einmitt svokallað þriggja stiga sniðskot þegar hann fór af miklum krafti upp gegn sér töluvert hærri varnarmönnum og fékk vítaskot að auki, sem rataði sína leið. Staðan 73-70 við lok þriðja leikhluta. Mikill taugatitringur einkenndi fjórða leikhlutann. Leikmenn þurftu að berjast fyrir hverju einasta stigi og þjálfarar liðanna skiptust á að vera ósáttir, bæði við leikmenn sína og dómara. Um miðbik leikhlutans settu Grindvíkingarnir Jóhann Árni Ólafsson og Ólafur Ólafsson niður mikilvægar þriggja stiga körfur sem gáfu heimamönnum þægilega 12 stiga forystu. Grindvíkingar þéttu varnarleikinn enn frekar og Þórsarar áttu erfitt með að finna leiðir að körfunni. Grindvíkingar létu aldrei af forskoti sínu það sem eftir lifði leiks og sigldu sigrinum í örugga heimahöfn. Það er því ljóst að Grindvíkingar eru á leið í Höllina eftir baráttusigur á Þórsurum í kaflaskiptum leik.Sverrir Þór þjálfari Grindavíkur: Voru allir að leggja í púkkið í kvöld Sverrir Þór Sverrison var að vonum ánægður með að hafa tryggt sér sæti í úrslitaleiknum í leikslok. Grindavíkurliðið fór á fljúgandi start í upphafi leiks og virtust geta skorað að vild. Átti Sverrir von á þessari byrjun? "Ég vonaðist auðvitað eftir þessari byrjun, að allt myndi smella. En þrátt fyrir að við höfum skorað mikið í fyrri hálfleik (59 stig) þá er ég mjög ósáttur með hvað þeir skoruðu mikið á okkur. Við löguðum það í seinni hálfleik og það var eiginlega lykillinn að sigrinum, við hertum á vörninni." Grindvíkingar eru með breiðan hóp og fengu gott framlag frá mörgum mönnum. "Ómar hefur verið frábær undanfarið fyrir okkur og hann hélt því áfram í kvöld. Hann er mikill karakter og var mikilvægur fyrir okkur á báðum endum vallarins, öskrandi menn áfram. En það voru fleiri góðir hjá mér í kvöld. Óli Óla spilaði af miklum krafti, Siggi var frábær og Lewis líka. Jóhann Ólafs spilaði frábæra vörn á kanann þeirra í seinni hálfleik. Jói náði að slökkva á honum eftir að við vorum í veseni með hann í fyrri hálfleik. Það voru bara allir að leggja í púkkið." En hvernig líst Sverri á að mæta liði ÍR í úrslitaleiknum í Höllinni? "Mér líst mjög vel á að fá ÍR í Höllinni. Mér finnst gaman að mæta Örvari Kristjáns vini mínum(þjálfara ÍR). Við töpuðum fyrir þeim núna um daginn og við þurfum að hitta á góðan leik eins og í kvöld til að vinna þá. Við vorum lélegir gegn þeim síðast og þurfum að spila betur til að landa bikarnum. En ég tel okkur eiga mikið inni, sérstaklega í bikarúrslitaleik. Þetta verður gaman!" sagði Sverrir sigurreifur að lokum og spenntur fyrir úrslitaleiknum í Höllinni.Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs: Get ekki líst varnarleiknum! Það er langt síðan undirritaður sá lið Benedikts Guðmundssonar fá á sig 59 stig í einum hálfleik. Hvað gerðist eiginlega? "Ég get bara ekki líst varnarleiknum í fyrri hálfleik. Ég veit ekki hvort það var stress eða eitthvað annað, en mínir menn voru allavega aldrei þar sem þeir áttu að vera og það var bara auðvelt fyrir Grindavík að skora. En samt náðum við einhvernveginn að halda okkur inni í þessum leik og ótrúlegt en satt þá munaði bara 9 stigum í hálfleiknum. Svo fara menn að berjast og gefa aðeins af sér í vörninni í seinni hálfleik en það kom bara of seint" sagði hundfúll Benedikt Guðmundsson eftir að hann hafði haldið þrumuræðu yfir sínum mönnum í leikslok. Mike Cook átti frábæran fyrri hálfleik fyrir Þórsara en var í strangri gæslu Grindvíkinga í þeim seinni. "Þeir fara að tvídekka kanann hjá mér, sem hafði verið okkar aðalmaður í sókninni. En við áttum að vera undir það búnir. Þá átti að opnast fyrir aðra, sem áttu að fá opna þrista. En við settum bara ekki niður stóru skotin, þristarnir duttu bara einhvernveginn aldrei niður í kvöld hjá okkur. Við vissum að það þyrfti allt að smella til að ná sigri hér í kvöld og þetta bara small ekki. Því miður." bætti Benedikt við. Ragnar Nathanaelsson þurfti að fara útaf undir miðbik þriðja leikhluta en kom þó aftur inn á völlinn skömmu síðar. Mun hann hrista þessi meiðsli af sér? "Raggi fær náttúrulega milljón högg í hverjum einasta leik og er bara orðinn vanur því. Þetta var bara högg. Við erum með gott sjúkraþjálfarateymi í Þorlákshöfn og þetta á ekki að vera neitt varanlegt hjá Ragga." sagði Benedikt að lokum.Ómar Örn Sævarsson, Grindavík: Líst ekkert á að fá ÍR í Höllinni! Ómar var einn af betri leikmönnum Grindavíkur í leiknum og barðist á báðum endum vallarins. Var hann sáttur með sjálfan sig í kvöld? "Já ég var bara mjög ánægður með minn leik. Við töluðum um að við þyrftum að leggja okkur aukalega fram í kvöld og þar sem ég er elstur í liðinu og með flesta leiki þá ákvað ég að sýna bara gott fordæmi í því og demba mér í þetta af krafti. Það heppnaðist að þessu sinni" Ómar lék á árum áður með liði ÍR og mætir þeim núna í úrslitaleik bikarsins. Hvernig líst honum á það? "Guð minn almáttugur! Þeir hafa unnið síðustu tvo leiki í Höllinni, og ég spilaði annan þeirra með þeim. Við höfum tapað síðustu þremur og ég spilaði þá alla. Þeir yfirspiluðu okkur í síðasta leik í deildinni. Þannig að þetta verður bara hörkuleikur. Mér líst í raun ekkert á þetta, líst ekkert á að fá ÍR ef ég á að segja eins og er." sagði þreyttur en sáttur Ómar í leikslok. Það verður vafalaust undarlegt fyrir gamla Breiðhyltingin að mæta sínu gamla félagi á fjölum Laugardalshallarinnar. En þegar bikarinn er undir þá hugsa menn vafalaust lítið um söguna. Leikur Grindavíkur og Þórs fór fram fyrr í kvöld. Hér fyrir neðan má lesa beina textalýsingu.4. leikhl. | Lokið | 93-82: Grindvíkingar sigla sigrinum í örugga höfn. Það er því ljóst að Höllin verður máluð gul og hvít því Breiðhyltingar í ÍR sigruðu Tindastól í hinum undanúrslitaleiknum fyrr í kvöld. 4. leikhl. | 1 mín eftir | 90-78: Grindvíkingar eru komnir með allavega annan fótinn inn í Laugardalshöllina. Leikurinn er í þeirra höndum. Nú þarf Benedikt Guðmundsson að grafa djúpt í reynslubankann og teikna upp leiðir í gegnum þétta vörn Grindvíkinga. 4. leikhl. | 3 mín eftir | 88-76: Þórsarar klóra aðeins í bakkann en Ómar Sævars svarar strax fyrir Grindvíkinga.4. leikhl. | 4 mín eftir | 86-74: Nú er komið að Ólafi Ólafs að vera galopinn og hann nýtir sér það líka, annar þristur fyrir heimamenn. Nú fer þetta að verða erfitt fyrir gestina.4. leikhl. | 6 mín eftir | 83-74: Þórsarar skilja Jóhann Árna eftir galopinn, Jóhann þakkar pent fyrir sig og setur niður rándýran þrist. Benedikt Guðmundssyni þjálfara Þórsara líst ekki á blikuna og biður um leikhlé.4. leikhl. | 7 mín eftir | 78-74: Ólíkt fyrri hálfleiknum þá þurfa leikmenn nú að berjast fyrir hverju einasta stigi. Það er alveg ljóst að báðum liðum langar í úrslitaleikinn í Höllinni, spurningin er bara hvoru megin viljinn er meiri. Svo gripið sé í frasabókina góðu.4. leikhl. | 8 mín eftir | 76-70: Þorleifur Ólafsson skorar fyrstu körfu lokafjórðungsins, þriggja stiga karfa hjá Lalla.3. leikhl. | Lokið | 73-70: Baldur fer af harðfylgi upp að körfunni fyrir gestina, kemur boltanum ofan í og fær viti að auki. Setur það niður og munurinn aftur kominn í aðeins þrjú stig, heimamönnum í vil.3. leikhl. | 1 mín eftir | 73-67: Emil Karel með glæsilegar hreyfingar í teignum fyrir gestina.3. leikhl. | 2 mín eftir | 73-64: Varnarleikurinn að þéttast og leikmenn taka rangar ákvarðanir í sóknarleiknum í takt við það. Lítið um stigaskor þangað til að Sigurður Gunnar fer upp í sniðskot, fær körfuna góða og vítaskot að auki sem ratar sína leið.3. leikhl. | 3 mín eftir | 70-64: Mike Cook Áhyggjuefni fyrir Þórsara. Ragnar Nathanaelsson haltrar meiddur af velli, virðist vera hnéð. Ragnar er með 15 stig og 5 fráköst og er Þórsurum gríðarlega mikilvægur.3. leikhl. | 4 mín eftir | 68-62: Clinch Junior með laglegan þrist fyrir Grindvíkinga. Baráttan í leiknum orðin gríðarlega mikil - menn fórna sér í hvert einasta frákast og hvern einasta lausa bolta.3. leikhl. | 6 mín eftir | 63-60: Tómas Heiðar setur niður þriggja stiga skot og fiskar svo ruðning hinu megin á vellinum. Mike Cook setur svo niður þriggja stiga skot í sókninni fyrir Þórsara og skyndilega er munurinn einungis þrjú stig.3. leikhl. | 8 mín eftir | 61-52: Það er alveg á hreinu að báðir þjálfarar hafa brýnt varnarleik liðanna í hálfleiksræðu sinni. Lítið um stigaskorun á fyrstu mínútum þriðja leikhluta.Hálfleikur | 59-50: Hjá heimamönnum í Grindavík eru Clinch Jr. og Sigurður Gunnar stigahæstir, Clinch með 18 stig en Sigurður 17. Clinch hefur að auki gefið 9 stoðsendingar. Sigurður er jafnframt með 7 fráköst. Margir leikmenn væru fullsæmdir af þessari tölfræði eftir heilan leik. Hjá gestunum hefur Mike Cook Jr. dregið vagninn í stigaskorun með 22 stig. Hann hefur hinsvegar tapað boltanum fjórum sinnum. Næstur á eftir honum kemur Ragnar Nathanaelsson með 11 stig. Frákastahsætir í Þórsliðinu eru Nemanja Sovic og Ragnar með 4 fráköst hvor.Hálfleikur | 59-50: Þórsurum hefur gengið erfiðlega að stöðva hraðann leik heimamanna að lokamínútum fyrri hálfleiks undanskildum. Grindvíkingar hafa samtals tekið 45 skot gegn 30 skotum Þórsara. Þar liggur saga leiksins. Grindvíkingar gera færri mistök í sóknarleiknum en gestirnir og taka jafnframt fleiri fráköst, 22 gegn 15. Það, ásamt góðri skotnýtingu, er afskaplega góð uppskrift að sigurleik. Þriggjastiga skyttur Grindvíkinga kólnuðu þó heldur í öðrum leikhlutanum, settu aðeins 1 af 5 skotum sínum niður eftir að hafa sett 4 af 10 þriggja stiga skotum niður í fyrsta leikhluta.2. leikhl. | Lokið | 59-50: Þórsarar náðu að stöðva sóknarleik Grindvíkinga undir lok hálfleiksins sem leiddi til 8-2 leikkafla. Gestirnir minnkuðu því muninn niður í 9 stig rétt fyrir lok hálfleiksins.2. leikhl. | 1 mín eftir | 59-48: Enn kasta gestirnir boltanum frá sér í sókninni. Sem betur fer fyrir þá nýttu Grindvíkingar sér ekki færið að þessu sinni.2. leikhl. | 2 mín eftir | 59-46: Sigurður Gunnar Þorsteinsson kórónar frábæra frammistöðu sína hér í fyrri hálfleiknum með því að troða af offorsi yfir varnarmúr Þórsara. Múr sem er þó ekki mjög stöndugur í augnablikinu.2. leikhl. | 3 mín eftir | 56-42: Grindvíkingar láta vaða á súðum í sóknarleiknum. Taka hvert skotið á fætur öðru og í þau fáu skipti sem þeir klikka, þá hirða þeir bara frákastið.2. leikhl. | 4 mín eftir | 50-37: Inn á völlinn er kominn ungur leikmaður Grindvíkinga, Kjartan Helgi Steinþórsson. Það sem vekur helst athygli undirritaðs við hans innkomu eru glæsileg blek listaverk sem hann ber fagmannlega. Heil ermi öðru megin og hálf hinu megin. Hef trölla trú á blekuðum körfuboltamönnum.2. leikhl. | 5 mín eftir | 48-37: Mike Cook sér um stigaskorunina hjá gestunum, setur sitt átjánda stig með laglegu stökkskoti.2. leikhl. | 6 mín eftir | 46-33: Hinum Juniornum á vellinum leiðist þófið og setur þriggja stiga körfu fyrir heimamenn.2. leikhl. | 7 mín eftir | 40-27: Mike Cook heldur áfram að setja stig á töfluna fyrir gestina úr Þorlákshöfn, sniðskot i þetta skiptið. Þórsarar svara þó hinu megin af vellinum þegar Ólafur Ólafsson fær körfu dæmda góða og vítaskot að auki. Setur það að sjálfsögðu niður.2. leikhl. | 8 mín eftir | 37-25: Tveir þristar í röð frá heimamönnum, fyrst frá Baldri Ragnarssyni og síðan Cook Junior. Nú þurfa þeir að finna einhver svör í vörninni ef þeir ætla að koma sér aftur inn í leikinn. 2. leikhl. | 9 mín eftir | 37-19: Heimamenn byrja annan leikhlutann af sama krafti og þeir luku þeim fyrsta. Gestirnir virðast heillum horfnir beggja vegna miðlínunnar.1. leikhl. | Lokið | 32-19: Heimamenn klára leikhlutann á enn einum þristinum. Clinch Junior í þetta skiptið og forysta Grindvíkinga er komin í 13 stig. Svakalegur sprettur hér í lokin á fyrsta leikhluta. Fjórir af síðustu fimm þriggja stiga körfum Grindvíkinga fóru niður samkvæmt minni talningu. Það er þokkalegt. Líklega kominn tími fyrir gestina að loka á skotin.1. leikhl. | 40 sek eftir | 29-18: Enn fara heimamenn upp í þrist og enn rata skotin niður. Benedikt Guðmundsson er ekkert sérstaklega ánægður með sína menn í vörninni sem viðast ekki enn trúa þvi að Grindvíkingar geti skorað úr þriggja stiga skotum. Þeir hafa þá líklega ekki séð marga leiki á Suðurnesjunum.1. leikhl. | 1:30 mín eftir | 24-16: Mike Cook Tómas Heiðar fiskar ruðning á Grindvíkinginn Jóhann Árna. Enn og aftur fara Þórsarar þó illa að ráði sínu sóknarmegin á vellinum og Ómar Sævarsson fær auðvelda körfu í næstu sókn fyrir Grindvíkinga.1. leikhl. | 3 mín eftir | 20-14: Nú snýst taflið við undir körfunni. Ragnar bakkar með bakið að körfunni og fer síðan fram hjá Sigurði sem neyðist til að brjóta á honum. Boltinn ratar í körfuna, karfan góð og vítaskot að auki.1. leikhl. | 4 mín eftir | 16-9: Ólafur Ólafsson með rándýran þrist í andlitið á Þórsurum. Þórsara hafa farið illa að ráði sínu í sókninni og gefið Grindvíkingum auðveld hraðaupphlaup. Verða að vanda valið betur í sókninni.1. leikhl. | 5 mín eftir | 13-9: Ómar Sævarsson með klaufalega villu, brýtur á Mike Cook Jr. undir körfunni. Cook klikkar hinsvegar á fyrra skotinu - Ómar getur huggað sig við það.1. leikhl. | 6 mín eftir | 11-8: Slagsmálin undir körfunni eru hafin. Sigurður Gunnar skorar af harðfylgi fyrir heimamenn þrátt fyrir að Ragnar Nathanaelsson reyni að nota alla sína sentímetra til að varna honum aðgöngu. 1. leikhl. | 7 mín eftir | 9-8: Nú rignir inn körfum í Grindavík. Tómas Heiðar setur flottan þrist fyrir gestina en Gindvíkingar svara að bragði. 1. leikhl. | 8 mín eftir | 5-3: Þórsarar nýta annað af tveimur vítaskotum sínum. Hinu megin á vellinum lætur Clinch Jr. vaða rúmum meter fyrir utan þriggja stiga línuna og í fer boltinn - ekkert nema net!1. leikhl. | 9 mín eftir | 2-2: Þórsarar skora fyrstu stig leiksins en Ómar Sævarsson var snöggur að svara fyrir gulklædda Grindvíkinga.Fyrir leik Velkomin í beina textalýsingu hér í Grindavík. Heimamenn verða að teljast sigurstranglegri í þessum bikarslag. Auk þess að spila á heimavelli hafa Grindvíkingar unnið tíu leiki í deildinni í vetur en Þórsarar átta.Fyrir leik Þjálfari Þórsara, Benedikt Guðmundsson, hefur komið víða við sem þjálfari. Fjölnir og KR hafa bæði notið krafta Benna auk Grindavíkur sem hann þjálfaði á sínum tíma. Hann þekkir því ágætlega fjalirnar í Röstinni.Fyrir leik: Aðeins fjórum stigum munar á liðunum í Dominos-deildinni. Með sæti í Höllinni í húfi er því ljóst að liðin munu leggja allt í sölurnar til að ná sigri hér í kvöld. Lið Þórs frá Þorlákshöfn hefur verið brokkgengt það sem af er tímabili og hefur þjálfari þeirra, Benedikt Guðmundsson, ítrekað talað um að hann viti varla hvaða lið mæti til leiks hverju sinni; baráttuglaðir Þórsarar eða þeir óeinbeittu. Eitt er ljóst að á góðum degi er afar erfitt að stoppa piltana hans Benna.Fyrir leik: Grindavíkurliðið þarf vart að kynna fyrir lesendum Vísis. Ríkjandi Íslandsmeistarar, tvö ár í röð. Með heimavöllinn að vopni verða þeir að teljast sigurstranglegri hér í kvöld en gleymum því ekki að bikarleikir geta verið afar óútreiknanlegir.Fyrir leik: Það verður afskaplega áhugavert að fylgjast með stóru strákunum undir körfunni hér í kvöld. Hjá Grindvíkingum ræður sjálft Ísafjarðartröllið ríkjum í teignum, Sigurður Gunnarsson. Hjá gestunum úr Þorlákshöfn er það hinsvegar nýstirnið Ragnar Nathanaelsson, einnig þekktur sem Nat Vélin, sem ver körfuna. Ragnar lét þau orð falla fyrr á tímabilinu að hann stefndi á að vera besti miðherji deildarinnar. Nú er spurning hvort hann standi við stóru orðin hér í kvöld eða hvort reynsluboltinn að vestan hafi betur.
Dominos-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Sjá meira