Erlent

Hefur áhyggjur af framtíð Úkraínu

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Klitsjkó í Bandaríkjunum.
Klitsjkó í Bandaríkjunum. Vísir/AP
„Ég hef áhyggjur af öryggi allra, þar á meðal bróður míns,” segir úkraínski boxarinn Vladimír Klitsjkó, sem nú er staddur í Bandaríkjunum.

Klitsjkó segist í viðtali við AP fréttastofuna vilja nota ferð sína til að vekja athygli á ástandinu í Úkraínu, sem gæti hæglega breyst í einræðisríki á skömmum tíma: „Þetta er hættulegt, ástandið getur breyst á augabragði,” segir hann.

Sjálfur hyggst hann hins vegar verja heimsmeistaratitil sinn í boxi í apríl næstkomandi.

Í Úkraínu hefur bróðir hans, Vítalí Klitsjkó, sem sjálfur er fyrrverandi heimsmeistari í boxi, staðið fremstur í flokki mótmælenda gegn Viktor Janúkovitsj forseta.

Hyggst verja heimsmeistaratitil sinn í apríl.Vísir/AP
Hann leggur nú höfuðáherslu á að stjórnarskrá Úkraínu verði breytt, þannig að þingið fái meiri völd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×