Körfubolti

Valur varði fjórða sætið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Anna Alys Martin sækir að Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur, leikmanni KR.
Anna Alys Martin sækir að Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur, leikmanni KR. Vísir/Daníel
Valur vann stórsigur á KR, 71-48, þrátt fyrir að hafa verið þremur stigum undir að loknum fyrri hálfleik liðanna.

KR-ingar skoruðu aðeins fimmtán stig í síðari hálfleiknum en Valskonur gengu þá á lagið og skoruðu 41 stig.

Með sigrinum styrkti Valur stöðu sína í fjórða sæti deildairnnar en liðið er með 22 stig eftir sigurinn. KR hefði jafnað Val að stigum með sigri í dag en liðið situr nú eftir í fimmta sætinu með átján stig.

Ebone Henry skoraði 22 stig fyrir KR og tók átta fráköst. Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Anna Alys Martin skoruðu fjórtán stig hvor fyrir Val.

Valur-KR 71-48 (16-11, 14-22, 20-5, 21-10)

Valur: Anna Alys Martin 14/9 fráköst/5 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14/8 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 9, Hallveig Jónsdóttir 9/6 fráköst, María Björnsdóttir 8/6 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 6/5 fráköst/5 stolnir, Guðbjörg Sverrisdóttir 5/8 fráköst/9 stoðsendingar, Þórunn Bjarnadóttir 3, Ragnheiður Benónísdóttir 2, Rut Herner Konráðsdóttir 1/8 fráköst.

KR: Ebone Henry 22/8 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 7/7 fráköst/3 varin skot, Bergþóra Holton Tómasdóttir 6/5 fráköst, Kristbjörg Pálsdóttir 3, Helga Einarsdóttir 3/7 fráköst, Rannveig Ólafsdóttir 2, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2/4 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 2, Sólrún Sæmundsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×