Fótbolti

Netzer: Draxler liggur ekkert á

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Draxler þykir mikið efni
Draxler þykir mikið efni vísir/getty
Gamla goðsögnin Gunter Netzer hjá Borussia Mönchengladbach segir að JulianDraxler leikmaður Schalke í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta eigi að flýta sér hægt að læra leikinn hjá liði sínu áður en hann haldi á vit ævintýra erlendis.

Draxler var sterklega orðaður við Arsenal í janúar og er einn eftirsóttasti ungi leikmaður Evrópu um þessar mundir.

Netzer segir að Þjóðverjanum unga liggi ekkert á og hann eigi að öðlast frekari reynslu með Schalke áður en hann láti gylliboð stórra félaga erlendis freista sín.

„Hann er einstaklega hæfileikaríkur, mjög efnilegur og á bjarta framtíð fyrir sér en ég veit ekki hvert leið hans liggur,“ sagði Netzer við þýska fjölmiðilinn Bild.

„Hann á enn margt ólært. Það er erfitt fyrir svo ungan leikmann að fara til stórliðs í Evrópu. Ég mæli með að hann þroskist áfram hjá Schalke og standi sig með þýska landsliðinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×