Körfubolti

Ingi Þór: Með sorglegri fréttum í íþróttaheiminum sem ég hef heyrt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingi Þór Steinþórsson.
Ingi Þór Steinþórsson. Vísir/Stefán
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari meistaraflokka karla og kvenna í körfubolta hjá Snæfelli, skrifar inn fésbókina sína í dag þar sem hann tjáir sig um frétt dagsins í íslenska körfuboltanum.

Það var tilkynnt fyrr í dag að Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, muni láta af störfum um mánaðarmótin vegna hagræðingar í rekstri KKÍ eins og fram kemur í frétt á heimasíðu KKÍ.

Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið í leiðtogahlutverki í íslenskum körfubolta í langan tíma og starfað lengi á skrifstofu sambandsins. Fréttir dagsins hafa því vakið sterk viðbrögð innan körfuboltaheimsins og Ingi Þór sendi Vísi pistil sinn þar sem hann vekur athygli á þessum sorglegum fréttum frá KKÍ.

"Fyrir mér er þetta sorgardagur. KKÍ, Körfuknattleikssamband Íslands, er að missa gríðarlega góðan starfsmann sem hefur passion fyrir íþróttinni vel út fyrir kassann og hans skarð verður aldrei fyllt með allri virðingu fyrir vinnusömum starfsmönnum skrifstofu KKÍ," skrifar Ingi Þór meðal annars en það má sjá alla færslu hans hér fyrir neðan.



Pistill Inga Þórs á fésbókinni.

Hvað er næst hjá sérsamböndunum?

Þetta er með sorglegri fréttum í íþróttaheiminum sem ég hef heyrt. Styrkir sem ríkið setur í sérsamböndin eru alltof lágir og í íþróttir almennt. Að stjórn KKÍ þurfi að taka svona ákvörðun með starfsmann sem vakir og sefur yfir starfi sínu er sorgleg fyrir íþróttahreyfinguna og hlýtur að fá fólk hjá ríkisvaldinu til að spyrja sig er ekki ráð að grípa inní áður en íþróttahreyfingin lognast útaf og hvað verður þá?

Hvað kostar að reka sérsamband einsog KKÍ og HSÍ? Án þess að ég sé með tölurnar á tandurhreinu, eru það ekki stórar fjárhæðir sem þarf til að reka metnaðarfullt afreksstarf og skrifstofu.

Þessu þarf að breyta, fyrir mér ættu þessi sérsambönd innan ÍSÍ og fleiri til að vera ríkisrekinn uppað ákveðinni fjárhæð, annað myndu stjórnarfólk sem eru NB í sjálfboðastarfi í stjórn, sjá um og sækja hjá stórfyrirtækjum.

Fyrir mér er þetta sorgardagur- KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands er að missa gríðarlega góðan starfsmann sem hefur passion fyrir íþróttinni vel út fyrir kassann og hans skarð verður aldrei fyllt með allri virðingu fyrir vinnusömum starfsmönnum skrifstofu KKÍ.

Áfram íþróttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×