Lífið

Justin Bieber sagður misnota íslenskt hóstasameðal

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Samkvæmt fjölmiðlum í Bandaríkjunum vilja aðstandendur Biebers að hann leyti sér hjálpar.
Samkvæmt fjölmiðlum í Bandaríkjunum vilja aðstandendur Biebers að hann leyti sér hjálpar.
Að sögn bandarískra fjölmiðla, glímir söngvarinn góðkunni, Justin Bieber við fíkniefnavanda. Hann er sagður misnotahóstameðal frá íslenska fyrirtækinu Actavis.

Hóstasaftið er ófáanlegt í Bandaríkjunum. Talið er að Bieber nýti sér kanadískt þjóðerni sitt til þess að verða sér út um það.

Aðstandendur Biebers eru sagðir hafa hvatt hann til að leita sér hjálpar á þessari fíkn. Bandarískir rapparar hafa sýnt Actavis-merkinu mikinn áhuga, eins og Vísir hefur greint frá.

Bieber hefur verið í miklum vandræðum undanfarið, eftir að hann var sakaður um að kasta eggjum í hús nágranna síns. Lögreglan hefur rannsakað málið og fengið leitarheimildir, bæði til þess að leita á heimili söngvarans og í síma hans.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.