Rex Ryan ráðleggur bróður sínum að fara í klippingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2014 23:30 Rob Ryan og Rex Ryan eru hér með föður sínum Buddy Ryan. Vísir/NordicPhotos/Getty Rob Ryan er einn af þekktari andlitunum í ameríska fótboltanum þrátt fyrir að hann sé ekki aðalþjálfari síns liðs. Þessi litríki og hármikli maður er eftirsóttur sem varnarþjálfari en enginn virðist vilja fá hann til að stýra liði í NFL-deildinni. Tvíburabróðir Rob Ryan, Rex, er með sína skoðun á því af hverju bróður hans fær ekki aðalþjálfarastöðu í NFL-deildinni. Hann er á því eins og fleiri að frábært starf bróður hans sem varnarþjálfari ætti að vera búið að opna dyrnar fyrir Rob Ryan fyrir löngu. Tvíburabróðir Rob Ryan, Rex Ryan, er aðalþjálfari New York Jets, og á að baki sex tímabil sem aðalþjálfari í NFL-deildinni en þar á undan var hann varnarþjálfari í ellefu tímabil. Rob Ryan hefur verið yfirvarnarþjálfari hjá fjórum félögum frá árinu 2004 (Oakland Raiders, Cleveland Browns, Dallas Cowboys og New Orleans Saints) en hefur enn ekki fengið tækifæri til að gerast aðalþjálfari. Rob Ryan og Rex Ryan eru tvíburar og mjög líkir en það er eitt sem gerir það að verkum að þeir þekkjast alltaf vel í sundur (fyrir utan skeggið) og það er einmitt það sem Rex Ryan telur að hindri að bróður hans fái aðalþjálfarastöðu. Rob Ryan er nefnilega með mikið og sítt hár en Rex Ryan er jafnan með mjög stutt hár. „Segið mér hvaða önnur ástæða getur verið fyrir því að hann fær ekki aðalþjálfarastöðu?," spurði Rex Ryan á blaðamannafundi. „Ég er búinn að reyna að fá hann til að fara í klippingu. Vonandi hvetur þetta hann til þess að fórna hárinu," sagði Rex Ryan en Rob Ryan fékk ekkert af þeim fjölmörgu störfum sem losnuðu í NFL-deildinni eftir tímabilið.Vísir/NordicPhotos/Getty NFL Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sjá meira
Rob Ryan er einn af þekktari andlitunum í ameríska fótboltanum þrátt fyrir að hann sé ekki aðalþjálfari síns liðs. Þessi litríki og hármikli maður er eftirsóttur sem varnarþjálfari en enginn virðist vilja fá hann til að stýra liði í NFL-deildinni. Tvíburabróðir Rob Ryan, Rex, er með sína skoðun á því af hverju bróður hans fær ekki aðalþjálfarastöðu í NFL-deildinni. Hann er á því eins og fleiri að frábært starf bróður hans sem varnarþjálfari ætti að vera búið að opna dyrnar fyrir Rob Ryan fyrir löngu. Tvíburabróðir Rob Ryan, Rex Ryan, er aðalþjálfari New York Jets, og á að baki sex tímabil sem aðalþjálfari í NFL-deildinni en þar á undan var hann varnarþjálfari í ellefu tímabil. Rob Ryan hefur verið yfirvarnarþjálfari hjá fjórum félögum frá árinu 2004 (Oakland Raiders, Cleveland Browns, Dallas Cowboys og New Orleans Saints) en hefur enn ekki fengið tækifæri til að gerast aðalþjálfari. Rob Ryan og Rex Ryan eru tvíburar og mjög líkir en það er eitt sem gerir það að verkum að þeir þekkjast alltaf vel í sundur (fyrir utan skeggið) og það er einmitt það sem Rex Ryan telur að hindri að bróður hans fái aðalþjálfarastöðu. Rob Ryan er nefnilega með mikið og sítt hár en Rex Ryan er jafnan með mjög stutt hár. „Segið mér hvaða önnur ástæða getur verið fyrir því að hann fær ekki aðalþjálfarastöðu?," spurði Rex Ryan á blaðamannafundi. „Ég er búinn að reyna að fá hann til að fara í klippingu. Vonandi hvetur þetta hann til þess að fórna hárinu," sagði Rex Ryan en Rob Ryan fékk ekkert af þeim fjölmörgu störfum sem losnuðu í NFL-deildinni eftir tímabilið.Vísir/NordicPhotos/Getty
NFL Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sjá meira