Körfubolti

Páll Axel bætti metið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Páll Axel Vilbergsson hefur nú skorað flestar þriggja stiga körfur frá upphafi í úrvalsdeild karla í körfubolta.

Honum vantaði aðeins eina körfu til að jafna met Guðjóns Skúlasonar sem skoraði 965 þriggja stiga körfur á sínum ferli.

Þegar þetta er skrifað hefur Páll Axel sett niður þrjá þrista í leik Skallagríms gegn Stjörnunni í Domino's-deild karla. Hann er því kominn með 967 þriggja stiga körfur.

„Ég er búinn að segja það við einhverja að ef heilsan leyfir þá ætla ég mér spila í fimm ár í viðbót," var haft eftir Páli Axeli í Fréttablaðinu í morgun.


Tengdar fréttir

Næ vonandi að setja niður tvo þrista á næstu fimm árum

Páll Axel Vilbergsson getur í kvöld orðið sá leikmaður sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur í sögu úrvalsdeildar karla. Hann vantar einn þrist til að jafna met Guðjóns Skúlasonar sem er búinn að vera í efsta sæti listans í marga áratugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×