Körfubolti

Sóðalegt brot í Fjósinu | Myndbandið hefur verið fjarlægt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Skjáskot
Matthew James Hairston sýndi af sér afar óíþróttamannslega hegðun í viðureign Skallagríms og Stjörnunnar í Domino's-deild karla í körfubolta í gærkvöldi.

Uppfært klukkan 13:20

Sá sem náði atvikinu á myndband hefur nú fjarlægt það af síðu sinni.

Staðan var 93-88 fyrir heimamenn þegar Marvin Valdimarsson setti niður þriggja stiga skot og minnkaði muninn í 93-91. Sex sekúndur lifðu leiks og því enn von hjá Stjörnunni.

Nema hvað. Eins og sjá má í þessu myndbandi hér missti Hairston stjórn á skapi sínu og sló til Egils Egilssonar, leikmanns Skallagríms. Óíþróttamannsleg villa var dæmd á Hairston sem hefði líklega átt að fá brottrekstrarvillu fyrir brot sitt.

Egill tryggði sigur heimamanna af vítalínunni auk þess sem heimamenn héldu boltanum. Úr varð óvæntur 97-94 sigur Skallagríms sem er farinn að anda ofan í hálsmálið á Snæfelli í baráttunni um áttunda sæti í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×