Fótbolti

Sextán ára Húsvíkingur til Stabæk

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pálmi Rafn og Veigar Páll Gunnarsson urðu meistarar með Stabæk árið 2008.
Pálmi Rafn og Veigar Páll Gunnarsson urðu meistarar með Stabæk árið 2008.
Ásgeir Sigurgeirsson mun á næstu dögum skrifa undir þriggja ára samning við norska úrvalsdeildarfélagið Stabæk.

Þetta kemur fram á 640.is en þar segir einnig að Pálmi Rafn Pálmason, fyrrum leikmaður Stabæk, sé frændi Ásgeirs. Pálmi Rafn er nú á mála hjá Lilleström.

Stabæk er nýliði í norsku úrvalsdeildinni en eftir að liðið varð Noregsmeistari árið 2008 hefur félagið átt í nokkrum fjárhagserfiðleikum.

Ásgeir mun fyrst um sinn spila með unglingaliði Stabæk en hann á að baki 41 leik með meistaraflokki Völsungs og hefur hann skorað í þeim níu mörk. Hann á einnig að baki leiki með yngri landsliðum Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×