Körfubolti

Grindvíkingar áfram duglegir að skipta um kana í körfunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari kvennaliðs Grindavíkur.
Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari kvennaliðs Grindavíkur. Vísir/Daníel
Bandarískir leikmenn hafa svo sannarlega komið og farið í Grindavík á þessu tímabili. Karlaliðið skipti þrisvar um leikmann fyrir áramót og nú hefur kvennaliðið skipt um Kana í annað skiptið.

Bianca Lutley entist ekki lengi í Grindavík en Víkurfréttir segja frá því að samningi leikmannsins hafi verið sagt upp. Bianca Lutley leysti af Lauren Oosdyke um áramót en náði aðeins að spila fimm leiki í Dominos-deildinni áður en hún var send heim.

„Hún hefur engan veginn staðið undir þeim væntingum sem til hennar voru gerðar,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Grindvíkinga í samtali við Víkurfréttir.

Bianca Lutley var með 20,2 stig, 8,4 fráköst og 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildinni. Hún vann ekki leik á Íslandi því Grindavíkurliðið tapaði öllum sex leikjum sínum með hana innanborðs, fimm í deild og einn í bikar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×