Körfubolti

Magnús Þór: Æðislegt að koma til baka í svona leik

Árni Jóhannsson skrifar
Magnús Þór Gunnarsson
Magnús Þór Gunnarsson Vísir/Stefán
Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson var aðeins að spila sinn annan leik í Dominos-deildinni í ár þegar Keflavíkurliðið tók nágranna sína úr Njarðvík í kennslustund í kvöld.

Magnús Þór skilaði fínu dagsverki, skoraði fjórar þriggja stiga körfur úr átta tilraunum og endaði leikinn með tólf stig og 6 stoðsendingar. Hann var gífurlega ánægður í leikslok.

„Þetta er akkúrat eins og þetta á að vera. Æðislegt að koma til baka í svona leik og ég held að ég hafi hitt úr tveimur fyrstu skotunum, þannig að ég var alveg í standandi stuði ef ég á að segja alveg eins og er," sagði Magnús Þór Gunnarsson.

Hann var spurður að því hvað Keflvíkingar hafi verið að gera rétt í kvöld, „Við spiluðum vel í 40 mínútur, við náðum 20 stiga forystu í hálfleik og við hættum ekkert þó að þeir hafi skorað tvær, þrjár körfur. Við héldum áfram og við spiluðum í 40 mínútur og það var málið," sagði Magnús Þór.

„Við eigum montréttinn núna í Reykjanesbæ og er það hörkugott að vinna Njarðvík í báðum leikjunum, þeir eru með flott lið. Það er samt leikur á fimmtudaginn þannig að við þurfum að koma okkur niður á jörðina, taka æfingu á morgun og gíra okkur upp fyrir þann leik og restina af tímabilinu."


Tengdar fréttir

Baráttan um Reykjanesbæ verður baráttan um Brooklyn

Elvar Már Friðriksson og Gunnar Ólafsson eru þrátt fyrir ungan aldur í stórum hlutverkum hjá Keflavík og Njarðvík í karlakörfunni. Þeir voru báðir í aðalhlutverkum þegar Reykjanesbæjarliðin mættust í Dominos-deildinni fyrr í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×