Körfubolti

Vilja að nýr körfuboltasalur á Ásvöllum beri nafn Ólafs Rafnssonar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Rafnsson.
Ólafur Rafnsson. Vísir/Valli
Henning Henningsson, fyrrum leikmaður og þjálfari hjá Haukum, er tekinn við sem formaður körfuknattleiksdeildar Hauka en hann tók við á aðalfundi deildarinnar fyrir skömmu. Þetta kemur fram á heimasíðu Hauka.

Henning tekur við formennskunni af Samúel Guðmundssyni sem gengt hefur formennsku deildarinnar undanfarin fimm ár. Gísli Sigurbergsson var á sama fundi kjörinn nýr varaformaður deildarinnar.

Haukar eru að fara byggja nýjan íþróttasal við Ásvelli sem verður sérstaklega fyrir körfuknattleik og menn þar á bæ vilja nota tækifærið og heiðra einn af bestu sonum félagsins.

Eitt af fyrstu verkefnum nýjar stjórnar var nefnilega að samþykkja það einróma að beina því til að aðalstjórnar Hauka að nýr íþróttasalur fyrir körfuknattleik við Ásvelli sem nú er í undirbúningi, beri nafn Ólafs heitins Rafnssonar til heiðurs þess mikla Haukamanns og fyrrverandi formanns KKÍ, forseta ÍSÍ og Fiba Europe.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×