Erlent

Mótmælendur hrósa sigri - að hluta

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Vígalegur mótmælandi í Kænugarði, með kylfu í hendi og gasgrímu á andlitinu.
Vígalegur mótmælandi í Kænugarði, með kylfu í hendi og gasgrímu á andlitinu. Nordicphotos/AFP
„Við höfum fellt niður öll þau lög sem þjóðin öll reis upp á móti,” sagði úkraínski þingmaðurinn Arsení Jatsenjúk, einn af forystumönnum stjórnarandstöðunnar.

Úkraínustjórn lét að nokkru undan kröfum mótmælenda í dag.

Míkola Arsenov forsætisráðherra sagði af sér, en varaforsætisráðherrann Serhí Arbusov tekur við þangað til ný stjórn hefur verið mynduð. Báðir hafa þeir sætt harðri gagnrýni af hálfu mótmælenda.

Þá voru felld úr gildi lög sem torvelda fólki að efna til mótmæla og herða refsingu við því að raska almannafriði. Einnig bönnuðu þessi lög fólki að bera hjálma og gasgrímur.

Viktor Janúkóvitsj forseti hefur þó ekki sagt af sér, en afsögn hans er ein helsta krafa mótmælenda.

Mótmælin efldust um helming þegar Janúkovitsj kom þessum lögum í gegnum þingið í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×