Erlent

Sakaruppgjöf mótmælenda rædd í Úkraínu

Vísir/AFP
Úkraínska þingið kemur saman í dag til þess að ræða mögulega sakaruppgjöf fyrir hundruð mótmælenda sem hafa verið handteknir síðustu vikur í landinu.

Viktor Yanukovych forseti sekir slíkt koma til greina, en hann vill að þeir sem enn mótmæla komi þá til móts við stjórnvöld og  fari úr stjórnarráðsbyggingum sem þeir hafa tekið yfir og rífi niður götuvígi sem víða hafa verið reist.

Stjórnarandstaðan hefur hingað til neitað slíkum tilboðum og krefst þess að boðað verði til kosninga. Í gær sagði forsætisráðherra landsins af sér auk þess sem umdeild lög sem settu mótmælendum miklar skorður, voru afnumin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×