Körfubolti

Crystal aftur í Grindavík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Crystal Smith bar sigur úr býtum í þriggja stiga keppninni í stjörnuleiknum í fyrra. Hér er hún með Hannesi S. Jónssyni, formanni KKÍ.
Crystal Smith bar sigur úr býtum í þriggja stiga keppninni í stjörnuleiknum í fyrra. Hér er hún með Hannesi S. Jónssyni, formanni KKÍ. Mynd/KKÍ
Grindavík hefur fengið Crystal Smith aftur til liðs við félagið og mun þessi öflugi bakvörður klára tímabilið með liðinu í Domino's-deild kvenna. Karfan.is greinir frá þessu.

Bianca Lutley var sagt upp nú á dögunum eftir að hafa komið til Grindavíkur um áramótin. Hún náði þó aðeins að spila fimm leiki með liðinu áður en hún var send aftur heim.

Smith skoraði tæp 26 stig að meðaltali fyrir Grindavík á síðasta tímabili og er kærkominn liðsstyrkur fyrir liðið sem er í næstneðsta sæti deildarinnar með tólf stig.

Þar að auki er Pálína Gunnlaugsdóttir að komast aftur af stað eftir meiðsli en hún spilaði í tapi Grindavíkur gegn Haukum í síðustu viku.


Tengdar fréttir

Smith vann þriggja stiga keppnina

Stjörnuleikurinn í Dominos-deild kvenna fer fram í kvöld og nú er nýlokið æsispennandi þriggja stiga keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×