Robbi öfundar mig af gráa hárinu Henry Birgir Gunnarsson í Álaborg skrifar 11. janúar 2014 14:02 Það var létt yfir herbergisfélögunum Snorra Steini Guðjónssyni og Róberti Gunnarssyni eftir æfingu landsliðsins í Gigantium-höllinni í Álaborg í dag. Róbert gerði sitt besta til þess að trufla blaðamann í viðtalinu og skaut sér inn í viðtalið en vildi þó ekki vera með. "Ertu að bögga blaðamanninn? Ertu ekki að reyna að bögga mig," sagði Snorri Steinn léttur er hann sá tilburði félagans sem tókst nú ekki að koma ofanrituðum úr jafnvægi. "Fíflalætin eru af hinu góða svo lengi sem menn halda einbeitingu þegar út í leikinn er komið. Samband okkar herbergisfélaganna verður bara betra og betra. Annars værum við löngu hættir." Snorri Steinn spilar með danska félaginu GOG og kann því vel við sig í Danmörku. "Það er gaman að spila hérna í Danmörku en ég hefði persónulega kosið alla hina leikstaðina fram yfir þennan. Það er létt yfir öllum enn sem komið er," segir Snorri en strákarnir í liðinu eru ekki beint himinlifandi með hótelið sitt. "Það er ekki beint í EM-standard. Því var logið að það væri fjögurra stjörnu. Það er ekki séns. Robbi segir að þetta sé heimavist en við lifum það af." Snorri er aðeins farinn að grána í vöngum og segir að Róbert, sem er tískulögga, sé ánægður með breytingarnar á hárinu. "Hann kann vel við þetta og öfundar mig. Þetta er betra en að vera sköllóttur. Þetta er gangur lífsins og ég tek þessu með jafnargeði."Viðtalið við Snorra Stein má sjá í heild sinni hér að ofan. EM 2014 karla Video kassi sport íþróttir Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Sjá meira
Það var létt yfir herbergisfélögunum Snorra Steini Guðjónssyni og Róberti Gunnarssyni eftir æfingu landsliðsins í Gigantium-höllinni í Álaborg í dag. Róbert gerði sitt besta til þess að trufla blaðamann í viðtalinu og skaut sér inn í viðtalið en vildi þó ekki vera með. "Ertu að bögga blaðamanninn? Ertu ekki að reyna að bögga mig," sagði Snorri Steinn léttur er hann sá tilburði félagans sem tókst nú ekki að koma ofanrituðum úr jafnvægi. "Fíflalætin eru af hinu góða svo lengi sem menn halda einbeitingu þegar út í leikinn er komið. Samband okkar herbergisfélaganna verður bara betra og betra. Annars værum við löngu hættir." Snorri Steinn spilar með danska félaginu GOG og kann því vel við sig í Danmörku. "Það er gaman að spila hérna í Danmörku en ég hefði persónulega kosið alla hina leikstaðina fram yfir þennan. Það er létt yfir öllum enn sem komið er," segir Snorri en strákarnir í liðinu eru ekki beint himinlifandi með hótelið sitt. "Það er ekki beint í EM-standard. Því var logið að það væri fjögurra stjörnu. Það er ekki séns. Robbi segir að þetta sé heimavist en við lifum það af." Snorri er aðeins farinn að grána í vöngum og segir að Róbert, sem er tískulögga, sé ánægður með breytingarnar á hárinu. "Hann kann vel við þetta og öfundar mig. Þetta er betra en að vera sköllóttur. Þetta er gangur lífsins og ég tek þessu með jafnargeði."Viðtalið við Snorra Stein má sjá í heild sinni hér að ofan.
EM 2014 karla Video kassi sport íþróttir Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Sjá meira