Bíó og sjónvarp

Vanafastur leikstjóri

Thelma Schoonmaker og Martin Scorsese í faðmlögum
Thelma Schoonmaker og Martin Scorsese í faðmlögum AFP/NordicPhotos
The Wolf of Wall Street er fimmta myndin sem Martin Scorsese og Leonardo DiCaprio hafa gert saman.

Scorsese og Robert De Niro unnu saman átta sinnum, síðast í kvikmyndinni Casino sem kom út árið 1995.

Sú sem hefur staðið sem lengst við hlið Scorsese er þó hinn 74 ára klippari Thelma Schoonmaker, sem hefur klippt allar kvikmyndir Scorseses síðan þau gerðu Raging Bull, árið 1980.

Kvikmyndirnar sem þau hafa unnið saman eru átján ef framlag Scorseses til kvikmyndarinnar New York Stories er talið með.

Schoonmaker hefur verið tilnefnd sjö sinnum til Óskarsverðlauna og verður líklega tilnefnd í áttunda sinn, fyrir vinnu sína í kvikmyndinni The Wolf of Wall Street.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×