Körfubolti

Keflvíkingar áfram með hundrað prósent árangur á útivelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Craion.
Michael Craion. Mynd/Stefán
Keflvíkingar komust upp að hlið KR á toppi Dominos-deildar karla í körfubolta eftir 18 stiga sigur á KFÍ á Ísafirði í kvöld, 93-75, í lokaleik þrettándu umferðar úrvalsdeildar karla.

KR og Keflavík hafa bæði 24 stig á toppnum en KR er ofar þökk sé sigri liðsins í innbyrðisleiknum í Keflavík fyrir áramót. Það er eina tap Keflavíkur í deildinni en liðið er búið að vinna alla sjö útileiki sína á tímabilinu.

Það er óhætt að segja að þriðji leikhlutinn í leiknum hafi skorið sig úr en þá voru skoruð 66 stig, 33 stig hjá hvoru liði. Það höfðu aðeins verið skoruð samtals 66 stig í öllum fyrri hálfleiknum en Keflavík var 38-28 yfir í hálfleik.

Keflvíkingar unnu lokaleikhlutann 22-14 og lönduðu öruggum sigri. Michael Craion skoraði 32 stig og Darrel Keith Lewis var með 25 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar.

KFÍ situr áfram í fallsæti eftir þetta tap en Ísfirðingar hafa nú tapað þremur síðustu leikjum sínum. Joshua Brown skoraði 36 stig fyrir KFÍ og Mirko Stefán Virijevic var með 16 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar.



KFÍ-Keflavík 75-93 (17-21, 11-17, 33-33, 14-22)

KFÍ: Joshua Brown 36, Mirko Stefán Virijevic 16/15 fráköst/6 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 13/5 fráköst, Jón Hrafn Baldvinsson 7/9 fráköst, Jóhann Jakob Friðriksson 2, Valur Sigurðsson 1.

Keflavík: Michael Craion 32/8 fráköst/6 stolnir, Darrel Keith Lewis 25/12 fráköst/5 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 12/4 fráköst, Gunnar Ólafsson 11, Arnar Freyr Jónsson 7/5 fráköst/6 stoðsendingar, Aron Freyr Kristjánsson 3, Andri Daníelsson 3/4 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×