Innlent

Segja lögregluna gruna íslenskan mann um að hafa myrt Friðrik

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Talskona Interpol í Paragvæ segir Lögregluna á Íslandi gruna að íslenskur maður hafi orðið Friðriki Kristjánssyni, sem ekkert hefur spurst til síðan í apríl síðastliðnum, að bana í Suður Ameríku.

Ekkert hefur spurst til Friðriks í níu mánuði en hann var á ferðalagi um Suður-Ameríku þegar hann hvarf. Lögreglan bað Interpol um aðstoð við leitina í apríl, en talið var að hann hefði síðast verið í Paragvæ. Seinna kom fram að lögreglan leitaði ekki aðeins að Friðriki, heldur einnig öðrum íslenskum manni um þrítugt. Grunur lék á að mennirnir hefðu verið viðriðnir fíkniefnaviðskipti og að annar þeirra hafi unnið hinum mein.

Monica Costa, yfirmaður rannsóknadeildar Interpol í Paragvæ, sagði í samtali við fréttastofu að íslensku lögregluna gruni að íslenskur maður hefði orðið Friðriki að bana.

Fjölskylda Friðriks heyrði síðast í honum 30. mars síðastliðinn, en þá sagðist hann vera staddur á flugvelli í Brasilíu á leið til Paragvæ.

Monica segir að Interpol hafi ekkert í höndum til staðfestingar því að eitthvað hafi átt sér stað í Paragvæ. Það sé alls óljóst hvort Íslendingarnir tveir hafi komið til landsins, en landamæraeftirlit hafa ekki getað staðfest ferðir þeirra.

Lögreglan á Íslandi vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en í fréttum okkar í vikunni kom fram að Interpol í Paragvæ hefði sent henni öll gögn sem liggja fyrir í málinu.


Tengdar fréttir

Biðja að Friðrik snúi til baka

Fjölskylda Friðriks Kristjánssonar sem hvarf í Suður-Ameríku fyrr á árinu hefur stofnað vefsíðu með myndum og upplýsingum um Friðrik.

Interpol lýsir eftir Friðriki

Alþjóðalögreglan Interpol hefur nú lýst eftir Friðriki Kristjánssyni, sem ekki hefur spurst til síðan í byrjun apríl síðastliðins. Á síðunni segir að síðast hafi sést til Friðriks í Paragvæ.

Óstaðfest hvort Friðrik fór til Paragvæ

Íslenska lögreglan fékk í dag send öll gögn sem liggja fyrir hjá Interpol í Paragvæ um hvarf Friðriks Kristjánssonar, þrítugs manns sem ekkert hefur spurst til síðan í apríl. Bróðir Friðriks segir hvarfið hafa haft djúpstæð áhrif á fjölskylduna.

Karl Steinar fór til Paragvæ vegna hvarfs Friðriks

Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fór til Paragvæ í sumar til þess að reyna afla upplýsinga um hvarfs Friðriks Kristjánssonar sem hefur verið saknað frá því í byrjun apríl síðastliðnum.

Ábendingar um Friðrik hafa engu skilað

LögreglumálLögregla leitar enn að Friðriki Kristjánssyni, sem talinn er hafa horfið í Suður-Ameríku fyrr á árinu. Ekkert hefur spurst til Friðriks síðan í apríl. Lögregla lýsti formlega eftir ábendingum um ferðir Friðriks fyrir fjórum vikum. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir að nokkrar ábendingar hafi borist. „Það hefur eitthvað komið en ekki leitt til neins,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×