Körfubolti

Toppliðið byrjar nýja árið vel - Hildur með frábæran leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells, var frábær í fyrsta leiknum á nýju ári.
Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells, var frábær í fyrsta leiknum á nýju ári. Mynd/Stefán
Snæfell er komið með fjögurra stiga forskot á Dominos-deild kvenna í körfubolta eftir fjórtán stiga sigur á Grindavík í dag, 97-83, í fyrsta körfuboltaleiknum á nýju ári.

Snæfell komst á toppinn rétt fyrir jól og er nú með fjórum stigum meira en Keflavík sem á leik inni á móti Haukum á morgun.

Hildur Sigurðardóttir átti frábæran leik með Snæfelli en hún skorað 27 stig og gaf 11stosðendingar. Chynna Brown var með 21 stig og Hildur Björg Kjartansdóttir bætti við 21 stigi og 11 fráköstum. Þá var Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir með 13 fráköst og 10 stig.

Grindavík tefldi fram nýjum bandarískum leikmanni í þessum leik en Blanca Lutley var með 29 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar í sínum fyrsta leik.

Snæfell var sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 29-23, og með sjö stiga forskot í hálfleik, 51-44. Snæfell vann lokaleikhlutann síðan 24-17 og fagnað öruggum sigri.

Umferðin klárast síðan með þremur leikjum annað kvöld en þá mætast Haukar-Keflavík, KR-Valur og Njarðvík-Hamar.

Snæfell-Grindavík 97-83 (29-23, 22-21, 22-22, 24-17)

Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 27/11 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 21/11 fráköst, Chynna Unique Brown 21/8 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 10/13 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 7, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/8 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2, Edda Bára Árnadóttir 2.

Grindavík: Blanca Lutley 29/7 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 19, María Ben Erlingsdóttir 18/9 fráköst, Katrín Ösp Eyberg 6, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 4, Helga Rut Hallgrímsdóttir 3/14 fráköst, Marín Rós Karlsdóttir 2/5 fráköst, Eyrún Ösp Ottósdóttir 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×