Körfubolti

Langþráður sigur hjá Njarðvíkurkonum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
Njarðvíkurkonur unnu langþráðan sigur í Domnios-deild kvenna í kvöld þegar þær unnu þriggja stiga sigur á Hamar, 63-60, í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Njarðvík hafði tapað síðustu ellefu leikjum sínum í deildinni.

Agnar Mar Gunnarsson byrjar því vel sem þjálfari liðsins en hann tók við af Nigel Moore um áramótin. Bandaríski leikmaðurinn Nikitta Gartrell lék ennfremur sinn fyrsta leik í Njarðvíkurbúningnum og var með 29 stig og 16 fráköst í fyrsta leik.

Leikurinn var æsispennandi en Hamarskonur voru skrefinu á undan allt fram í fjórða leikhluta sem Njarðvík vann 20-13 og tryggði sér sigur. Staðan var 53-57 þegar þrjár mínútur voru eftir en Njarðvíkurliðið vann lokakafla leiksins 10-3.

Ásdís Vala Freysdóttir skoraði 10 stig fyrir Njarðvík þar á meðal eina mikilvæga körfu á lokakafla leiksins. Fanney Lind Guðmundsdóttir var stigahæst hjá Hamar með 24 stig auk þess að taka 10 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×