Körfubolti

Haukakonur upp í annað sætið - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lele Hardy átti magnaðan leik.
Lele Hardy átti magnaðan leik. Mynd/Daníel
Haukakonur tóku annað sætið af Keflavík með því að vinna 26 stiga sigur á Keflavík, 85-59, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum en Haukaliðið er búið að vinna tvo af þremur innbyrðisleikjum liðanna.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Ásvöllum í kvöld og náði full af skemmtilegum myndum sem má sjá hér fyrir ofan og neðan.  Allar myndirnar eru á myndaflekanum hér fyrir ofan en nokkrar af þeim bestu eru síðan fyrir neðan fréttina.

Lele Hardy átti enn einn stórleikinn í Haukaliðinu en hún bar með 40 stig og 24 fráköst í þessum sigri. Margrét Rósa Hálfdanardóttir skoraði 16 stig og Jóhanna Björk Sveinsdóttir bauð upp á Dennis Rodman línu með því að skora taka 13 fráköst en skori ekki eitt einasta stig.

Haukaliðið vann fyrsta leikhlutann 23-18 og var áfram fimm stigum yfir í hálfleik, 46-41. Frábær þriðji leikhluti lagði síðan grunn að sigri Haukaliðsins en hann vann Haukaliðið 26-10 og náði 21 stigs forskoti fyrir lokaleikhlutann.

Sigur Haukaliðsins var aldrei í hættu í lokaleikhlutanum og þær eru nú með lykilstöðu í innbyrðisviðureignum liðanna enda búnar að vinna tvo síðustu leikina við Keflavík með samtals 57 stigum.



Haukar-Keflavík 85-59 (23-18, 23-23, 26-10, 13-8)

Haukar: Lele Hardy 40/24 fráköst/5 stoðsendingar, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 16/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10, Lovísa Björt Henningsdóttir 7/7 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 5/8 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 3/7 stoðsendingar, Þóra Kristín Jónsdóttir 2, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2.

Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 19/4 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 16/6 fráköst, Porsche Landry 14/9 fráköst/7 stoðsendingar, Sandra Lind Þrastardóttir 4/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 4, Aníta Eva Viðarsdóttir 2.





Telma Lind Ásgeirsdóttir hjá Keflavík.Mynd/Daníel
Andy Johnston, þjálfari Keflavíkur.Mynd/Daníel
Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka.Mynd/Daníel
Gunnhildur Gunnarsdóttir hjá Haukum.Mynd/Daníel
Lele Hardy hjá Haukum.Mynd/Daníel
Sara Rún Hinriksdóttir hjá Keflavík.Mynd/Daníel
Bryndís Guðmundsdóttir hjá Keflavík.Mynd/Daníel
Porsche Landry hjá Keflavík.Mynd/Daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×