Bíó og sjónvarp

Skammarlegt að tapa tvisvar

Idris Elba
Idris Elba AFP/NordicPhotos
Idris Elba hefur nóg á sinni könnu um þessar mundir. Eftir allt saman, getur það verið stressandi að vera tilnefndur til tveggja Golden Globe-verðlauna.

Leikarinn, sem er frá Bretlandi, settist niður með spjallþáttastjórnandanum Chelsea Handler í þættinum Chelsea Lately til þess að ræða tilnefningarnar tvær, annars vegar fyrir hlutverk sitt í Mandela: Long Walk To Freedom og hinsvegar fyrir hlutverk  sitt í Luther. Hann vann til sinna fyrstu Golden Globe verðlauna árið 2012, fyrir hlutverk sitt í Luther.

Chelsea spurði leikarann hvort hann væri stressaður yfir skömminni sem myndi fylgja því að tapa báðum verðlaunum. Elba svaraði:

„Vandamálið er að það eru tvö borð sem ég ætti í raun að sitja við; annars vegar Mandela-borðið og hinsvegar Luther-borðið. Og í ljósi þess að ég hef þegar unnið fyrir Luther, þá ætlaði ég að sitja á Mandela-borðinu. En ef ég vinn það ekki, þá hleyp ég bara aftur að Luther-borðinu og segi: 'Hey, þið afsakið þetta.“

Elba viðurkenndi einnig að hann ætti sennilega að fara að huga að ræðusmíðum ef hann skyldi vinna til verðlauna fyrir hlutverk sitt sem Mandela.

„Ég verð að fara að huga að ræðunni. Þegar maður leikur einhvern eins og Nelson Mandela, þá verður maður eiginlega að segja eitthvað mikilvægt ef maður vinnur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.