Innlent

Vísindamaður ársins valinn

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Sigrún Ása Sturludóttir, í stjórn Verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright, afhendir Helga Björnssyni heiðursverðlaunin.
Sigrún Ása Sturludóttir, í stjórn Verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright, afhendir Helga Björnssyni heiðursverðlaunin. Aðsend mynd
Vísindi Á laugardag veitti Ásusjóður Helga Björnssyni jarðeðlisfræðingi heiðursverðlaun fyrir árið 2013. 

Stjórn Verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright afhenti verðlaun að upphæð þrjár milljónir króna, heiðursskjal og pening með lágmynd af Ásu á annarri hliðinni og merki Vísindafélags Íslendinga á hinni hliðinni. Helgi hlaut þar með nafnbótina vísindamaður ársins 2013 en hann hefur rannsakað búskap jökla í áratugi.

Verðlaun úr Ásusjóði eru veitt íslenskum vísindamanni sem náð hefur framúrskarandi árangri á sérsviði sínu í vísindum eða fræðum og miðlað þekkingu sinni til framfara í íslensku þjóðfélagi.

Í umsögn stjórnarinnar segir að Helgi eigi að baki glæstan feril sem vísindamaður á sviði jöklarannsókna og hann hafi miðlað rannsóknum sínum bæði til fræðimanna og almennings. Þetta er í fertugusta og fimmta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×