KR-ingar í fámennan klúbb Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2013 08:00 KR-ingurinn Darri Hilmarsson. Mynd/Daníel KR-ingar fóru taplausir inn í jólafríið í Dominos-deild karla og urðu þar með fjórða liðið sem nær að vinna alla deildarleiki sína fyrir áramót síðan úrvalsdeildin var stofnuð. KR vann ellefu stiga sigur í uppgjörinu í Keflavík í nóvember en bæði lið eru með yfir 90 prósenta sigurhlutfall þegar öll lið deildarinnar eru búin að mætast. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður. KR og Grindavík unnu 21 af 22 leikjum sínum fyrir áramótin 2008-2009 og enduðu síðan á því að spila magnaðan oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn um vorið. Tvö af þremur liðum sem hafa unnið alla deildarleiki sína fyrir áramót í sögu úrvalsdeildarinnar hafa farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík náði því tímabilið 2007-08 undir stjórn Sigurðar Ingimundarsonar og KR náði einnig titlinum árið eftir undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Eina liðið sem hefur klikkað eftir að hafa unnið alla deildarleiki sína fyrir jól var Grindavíkurliðið tímabilið 2003-2004. Grindavík er enn fremur eina liðið af fyrrnefndum þremur sem skipti út bandarískum leikmanni sínum um áramótin. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, lét Dan Trammel þá fara og Kanamál liðsins voru í upp í loft það sem eftir var móts. Grindavík tapaði 4 af 11 deildarleikjum sínum eftir áramót, datt út úr undanúrslitum bikarsins á heimavelli og féll út úr undanúrslitum úrslitakeppninnar eftir tap í oddaleik. Grindavíkurliðið skar sig einnig úr hvað það varðar að liðið vann fimm af þessum fyrstu ellefu deildarleikjum tímabilsins með fimm stigum eða minna. KR-liðið í vetur hefur unnið tíu af ellefu leikjum sínum með tíu stigum eða meira. Minnsti sigur liðsins var fjögurra stiga sigur á Stjörnunni í byrjun nóvember. KR var þremur stigum undir fyrir lokaleikhlutann en vann hann 24-17 og þar með leikinn. KR hefur unnið leikið sína með 21,3 stigi að meðaltali en nær ekki að jafna árangur KR-liðsins frá 2009 sem vann ellefu leiki sína með 27,3 stigum að meðaltali í leik. KR-ingar hafa reyndar misstigið sig einu sinni á leiktíðinni því þeir duttu út úr bikarnum þegar þeir töpuðu á móti Njarðvík í Ljónagryfjunni í byrjun nóvember. Hin þrjú liðin voru öll á lífi í bikarkeppninni um áramótin þótt að engu þeirra hafi tekist að vinna bikarinn. KR-liðið frá 2009 var næst því en liðið tapaði á móti Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á þessum fjórum ósigruðu liðum um áramót. Ósigruðu liðin fyrir jólMynd/TeiturGrindavík 2003-2004 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +81 (7,4 í leik) Stórir sigrar (+10): 4 af 11 Þjálfari: Friðrik Ingi Rúnarsson Fyrirliði: Pétur Guðmundsson Fyrsta tapið: Í 12. leik á móti Njarðvík í janúar 2004Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Darrel Lewis 24,3 Páll Axel Vilbergsson 23,2 Daniel Trammel 14,4 Helgi Jónas Guðfinnsson 13,0 Guðmundur Bragason 9,6Mynd/DaníelKeflavík 2007-2008 10 sigrar í 10 leikjum Nettósigrar: +157 (15,7 í leik) Stórir sigrar (+10): 8 af 10 Þjálfari: Sigurður Ingimundarson Fyrirliði: Magnús Þór Gunnarsson Fyrsta tapið: Í 11. leik á móti Grindavík í janúar 2008Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Bobby Walker 22,0 Tommy Johnson 19,8 Magnús Þór Gunnarsson 11,8 Gunnar Einarsson 10,4 Jón Norðdal Hafsteinsson 8,4Mynd/DaníelKR 2008-2009 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +300 (27,3 í leik) Stórir sigrar (+10): 9 af 11 Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Fyrirliði: Fannar Ólafsson Fyrsta tapið: Í 17. leik á móti Grindavík í febrúar 2009Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Jakob Örn Sigurðarson 17,1 Jason Dourisseau 16,5 Jón Arnór Stefánsson 14,9 Helgi Már Magnússon 9,9 Darri Hilmarsson 9,5Mynd/DaníelKR 2013-2014 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +234 (21,3 í leik) Stórir sigrar (+10): 10 af 11 Þjálfari: Finnur Freyr Stefánsson Fyrirliði: Brynjar Þór Björnsson Fyrsta tapið: ??? (Næsti leikur á móti Grindavík)Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Martin Hermannsson 18,5 Helgi Már Magnússon 14,5 Darri Hilmarsson 13,9 Brynjar Þór Björnsson 12,6 Pavel Ermolinskij 10,4Mynd/DaníelMynd/Daníel Dominos-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Fleiri fréttir Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Sjá meira
KR-ingar fóru taplausir inn í jólafríið í Dominos-deild karla og urðu þar með fjórða liðið sem nær að vinna alla deildarleiki sína fyrir áramót síðan úrvalsdeildin var stofnuð. KR vann ellefu stiga sigur í uppgjörinu í Keflavík í nóvember en bæði lið eru með yfir 90 prósenta sigurhlutfall þegar öll lið deildarinnar eru búin að mætast. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður. KR og Grindavík unnu 21 af 22 leikjum sínum fyrir áramótin 2008-2009 og enduðu síðan á því að spila magnaðan oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn um vorið. Tvö af þremur liðum sem hafa unnið alla deildarleiki sína fyrir áramót í sögu úrvalsdeildarinnar hafa farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík náði því tímabilið 2007-08 undir stjórn Sigurðar Ingimundarsonar og KR náði einnig titlinum árið eftir undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Eina liðið sem hefur klikkað eftir að hafa unnið alla deildarleiki sína fyrir jól var Grindavíkurliðið tímabilið 2003-2004. Grindavík er enn fremur eina liðið af fyrrnefndum þremur sem skipti út bandarískum leikmanni sínum um áramótin. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, lét Dan Trammel þá fara og Kanamál liðsins voru í upp í loft það sem eftir var móts. Grindavík tapaði 4 af 11 deildarleikjum sínum eftir áramót, datt út úr undanúrslitum bikarsins á heimavelli og féll út úr undanúrslitum úrslitakeppninnar eftir tap í oddaleik. Grindavíkurliðið skar sig einnig úr hvað það varðar að liðið vann fimm af þessum fyrstu ellefu deildarleikjum tímabilsins með fimm stigum eða minna. KR-liðið í vetur hefur unnið tíu af ellefu leikjum sínum með tíu stigum eða meira. Minnsti sigur liðsins var fjögurra stiga sigur á Stjörnunni í byrjun nóvember. KR var þremur stigum undir fyrir lokaleikhlutann en vann hann 24-17 og þar með leikinn. KR hefur unnið leikið sína með 21,3 stigi að meðaltali en nær ekki að jafna árangur KR-liðsins frá 2009 sem vann ellefu leiki sína með 27,3 stigum að meðaltali í leik. KR-ingar hafa reyndar misstigið sig einu sinni á leiktíðinni því þeir duttu út úr bikarnum þegar þeir töpuðu á móti Njarðvík í Ljónagryfjunni í byrjun nóvember. Hin þrjú liðin voru öll á lífi í bikarkeppninni um áramótin þótt að engu þeirra hafi tekist að vinna bikarinn. KR-liðið frá 2009 var næst því en liðið tapaði á móti Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á þessum fjórum ósigruðu liðum um áramót. Ósigruðu liðin fyrir jólMynd/TeiturGrindavík 2003-2004 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +81 (7,4 í leik) Stórir sigrar (+10): 4 af 11 Þjálfari: Friðrik Ingi Rúnarsson Fyrirliði: Pétur Guðmundsson Fyrsta tapið: Í 12. leik á móti Njarðvík í janúar 2004Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Darrel Lewis 24,3 Páll Axel Vilbergsson 23,2 Daniel Trammel 14,4 Helgi Jónas Guðfinnsson 13,0 Guðmundur Bragason 9,6Mynd/DaníelKeflavík 2007-2008 10 sigrar í 10 leikjum Nettósigrar: +157 (15,7 í leik) Stórir sigrar (+10): 8 af 10 Þjálfari: Sigurður Ingimundarson Fyrirliði: Magnús Þór Gunnarsson Fyrsta tapið: Í 11. leik á móti Grindavík í janúar 2008Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Bobby Walker 22,0 Tommy Johnson 19,8 Magnús Þór Gunnarsson 11,8 Gunnar Einarsson 10,4 Jón Norðdal Hafsteinsson 8,4Mynd/DaníelKR 2008-2009 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +300 (27,3 í leik) Stórir sigrar (+10): 9 af 11 Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Fyrirliði: Fannar Ólafsson Fyrsta tapið: Í 17. leik á móti Grindavík í febrúar 2009Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Jakob Örn Sigurðarson 17,1 Jason Dourisseau 16,5 Jón Arnór Stefánsson 14,9 Helgi Már Magnússon 9,9 Darri Hilmarsson 9,5Mynd/DaníelKR 2013-2014 11 sigrar í 11 leikjum Nettósigrar: +234 (21,3 í leik) Stórir sigrar (+10): 10 af 11 Þjálfari: Finnur Freyr Stefánsson Fyrirliði: Brynjar Þór Björnsson Fyrsta tapið: ??? (Næsti leikur á móti Grindavík)Stigahæstu leikmenn fyrir áramót: Martin Hermannsson 18,5 Helgi Már Magnússon 14,5 Darri Hilmarsson 13,9 Brynjar Þór Björnsson 12,6 Pavel Ermolinskij 10,4Mynd/DaníelMynd/Daníel
Dominos-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Fleiri fréttir Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Sjá meira