Ljóslifandi leiklýsingar Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 23. desember 2013 13:00 Rangstæður í Reykjavík eftir Gunnar Helgason Bækur: Rangstæður í Reykjavík Gunnar Helgason Mál og menning Rangstæður í Reykjavík, eftir Gunnar Helgason, er þriðja bókin í bókaflokknum um hinn knáa Þróttara Jón Jónsson. Áður hafa komið úr Víti í Vestmannaeyjum og Aukaspyrna á Akureyri, sem báðar slógu rækilega í gegn. Sögusvið þessarar bókar er fótboltamótið ReyCup sem haldið er í Reykjavík, í hverfi Þróttaranna. Sagan er margslungin unglingasaga; þroskasaga, fótboltasaga og ástarsaga – bráðfyndin og dramatísk í senn. Bókin er augljóslega skrifuð með fótboltaáhugafólk í huga og leiklýsingar eru gríðarlega nákvæmar. Ég verð að viðurkenna að þar sem ég hef aldrei æft fótbolta, né haft sérstaklega mikinn áhuga á honum, renndi ég í fyrstu hratt yfir þá kafla bókarinnar. Ég hugsaði með sjálfri mér að þetta hlyti að verða leiðinlegt til lengdar – en sú varð ekki raunin. Höfundi tekst nefnilega feiknarvel að halda lýsingunum svo lifandi að áhugi hlýtur að kvikna jafnvel hjá þeim sem aldrei hafa snert fótbolta á ævinni. Hins vegar skemmir ekkert fyrir þó lesandi skauti aðeins yfir fótboltakaflana, restin af bókinni er vel fléttuð heild.Gunnar Helgason „Höfundi tekst nefnilega feiknarvel að halda lýsingunum svo lifandi að áhugi hlýtur að kvikna jafnvel hjá þeim sem aldrei hafa snert fótbolta á ævinni.“ Fréttablaðið/AntonJón Jónsson, eða Nonni, aðalpersóna bókarinnar er afar geðugur piltur. Frásögnin er í fyrstu persónu og rödd sögumannsins er bæði skýr og skemmtileg. Honum finnst hann sjálfur oft vera algjörlega misheppnaður en stundum þykir honum fólkið í kringum sig vera „algjörir fávitar“. Þó lesandinn sé ekki endilega sammála skoðunum hans er Nonni hreinskilinn og sannfærandi persóna. Hann notar auk þess mikið af fyndnum frösum og endurtekningum svo lesandinn lifir sig algjörlega inn í heim þessara þrettán ára fótboltastráka og -stelpna. Persónusköpun bókarinnar er í heild sinni sannfærandi og brosleg, hæfileg blanda af erkitýpum og margslungnum persónum. Með söguþræðinum sannar höfundur að góðar bækur snúast ekki um að finna upp á frumlegustu flækjunni heldur eru sannfærandi og skemmtilegar persónur það sem máli skiptir. Höfundi tekst vel að taka á alvörumálefnum, svo sem erfiðum fjölskylduaðstæðum og flóknum tilfinningum kynþroskaskeiðsins. Hann gerir það út frá sjónarhorni Nonna og stundum tekst lesandanum að átta sig á gangi mála á undan honum. Það er vel gert. Bókin minnir að mörgu leyti á bíómynd eða sjónvarpsþátt, greinilegt er að höfundur sér söguna ljóslifandi fyrir sér, til dæmis eru umhverfislýsingar oft æði nákvæmar. Rödd sögumannsins er beint ávarp til lesandans og hann gleymir sér oft í atvikslýsingum, eins og hann óttist að eitthvað fari úrskeiðis. Það hefði getað orðið pirrandi en einhvern veginn varð það bara fyndið og í takt við söguna. Sagan er einmitt í hröðum takti og æsingurinn kallast hressilega á við hormónaflæði aldursskeiðsins sem um er rætt.Niðurstaða: Hress, einlæg og bráðfyndin unglingabók. Fær lesendur til að hlæja en einnig til að velta fyrir sér alvörumálefnum. Gagnrýni Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur: Rangstæður í Reykjavík Gunnar Helgason Mál og menning Rangstæður í Reykjavík, eftir Gunnar Helgason, er þriðja bókin í bókaflokknum um hinn knáa Þróttara Jón Jónsson. Áður hafa komið úr Víti í Vestmannaeyjum og Aukaspyrna á Akureyri, sem báðar slógu rækilega í gegn. Sögusvið þessarar bókar er fótboltamótið ReyCup sem haldið er í Reykjavík, í hverfi Þróttaranna. Sagan er margslungin unglingasaga; þroskasaga, fótboltasaga og ástarsaga – bráðfyndin og dramatísk í senn. Bókin er augljóslega skrifuð með fótboltaáhugafólk í huga og leiklýsingar eru gríðarlega nákvæmar. Ég verð að viðurkenna að þar sem ég hef aldrei æft fótbolta, né haft sérstaklega mikinn áhuga á honum, renndi ég í fyrstu hratt yfir þá kafla bókarinnar. Ég hugsaði með sjálfri mér að þetta hlyti að verða leiðinlegt til lengdar – en sú varð ekki raunin. Höfundi tekst nefnilega feiknarvel að halda lýsingunum svo lifandi að áhugi hlýtur að kvikna jafnvel hjá þeim sem aldrei hafa snert fótbolta á ævinni. Hins vegar skemmir ekkert fyrir þó lesandi skauti aðeins yfir fótboltakaflana, restin af bókinni er vel fléttuð heild.Gunnar Helgason „Höfundi tekst nefnilega feiknarvel að halda lýsingunum svo lifandi að áhugi hlýtur að kvikna jafnvel hjá þeim sem aldrei hafa snert fótbolta á ævinni.“ Fréttablaðið/AntonJón Jónsson, eða Nonni, aðalpersóna bókarinnar er afar geðugur piltur. Frásögnin er í fyrstu persónu og rödd sögumannsins er bæði skýr og skemmtileg. Honum finnst hann sjálfur oft vera algjörlega misheppnaður en stundum þykir honum fólkið í kringum sig vera „algjörir fávitar“. Þó lesandinn sé ekki endilega sammála skoðunum hans er Nonni hreinskilinn og sannfærandi persóna. Hann notar auk þess mikið af fyndnum frösum og endurtekningum svo lesandinn lifir sig algjörlega inn í heim þessara þrettán ára fótboltastráka og -stelpna. Persónusköpun bókarinnar er í heild sinni sannfærandi og brosleg, hæfileg blanda af erkitýpum og margslungnum persónum. Með söguþræðinum sannar höfundur að góðar bækur snúast ekki um að finna upp á frumlegustu flækjunni heldur eru sannfærandi og skemmtilegar persónur það sem máli skiptir. Höfundi tekst vel að taka á alvörumálefnum, svo sem erfiðum fjölskylduaðstæðum og flóknum tilfinningum kynþroskaskeiðsins. Hann gerir það út frá sjónarhorni Nonna og stundum tekst lesandanum að átta sig á gangi mála á undan honum. Það er vel gert. Bókin minnir að mörgu leyti á bíómynd eða sjónvarpsþátt, greinilegt er að höfundur sér söguna ljóslifandi fyrir sér, til dæmis eru umhverfislýsingar oft æði nákvæmar. Rödd sögumannsins er beint ávarp til lesandans og hann gleymir sér oft í atvikslýsingum, eins og hann óttist að eitthvað fari úrskeiðis. Það hefði getað orðið pirrandi en einhvern veginn varð það bara fyndið og í takt við söguna. Sagan er einmitt í hröðum takti og æsingurinn kallast hressilega á við hormónaflæði aldursskeiðsins sem um er rætt.Niðurstaða: Hress, einlæg og bráðfyndin unglingabók. Fær lesendur til að hlæja en einnig til að velta fyrir sér alvörumálefnum.
Gagnrýni Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira