Körfubolti

Fjórar stigalægstu hafa verið sendar heim

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jaleesa Butler verður ekki áfram með Val.
Jaleesa Butler verður ekki áfram með Val. Mynd/Valli
Helmingur liða í Dominos-deild kvenna hefur nú skipt um bandarískan leikmann en þrír nýir leikmenn fá að spreyta sig í deildinni í upphafi nýs árs.

KR reið á vaðið og skipti um Kana efir aðeins fjórar umferðir en Grindavík, Njarðvík og Valur nýta öll jólafríið til að taka inn nýjan leikmann.

Skiptin heppnuðust vel hjá KR en Vesturbæjarkonur hafa unnið 5 af 7 leikjum sínum síðan Ebone Henry mætti á klakann.

Henry var reyndar skelfileg í fyrsta leik (5 stig, hitti úr 2 af 26 skotum) en hefur skilað mjög flottum tölum eftir það.

Þegar listinn er skoðaður yfir meðalskor bandarísku leikmannanna í Dominos-deild kvenna í vetur þá kemur í ljóst að þær fjórar stigalægstu hafa verið sendar heim.

Meðalskor bandarísku leikmannanna í Dominos-deild kvenna:

1. Lele Hardy, Haukum 29,6 stig í leik

2. Ebone Henry, KR 25,1

(Kom ný í nóvember)

3. Chynna Brown, Snæfelli 23,1

4. Di‘Amber Johnson, Hamar 22,5

5. Porsche Landry, Keflavík 21,8

6. Kelli Thompson, KR 19,8

(Látin fara í október)

6. Jasmine Beverly, Njarðvík 18,9

(Látin fara í desember)

7. Lauren Oosdyke, Grindavík 18,1

(Látin fara í desember)

8. Jaleesa Butler, Valur 16,7

(Látin fara í desember)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×