Þegar Trölli yfirtók Alþingi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 16. desember 2013 06:00 Nokkrum dögum fyrir kosningar í vor stillti myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson sér upp við styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli og flutti þar tónlistargjörning við annan mann. Boðskapurinn var sáraeinfaldur, í raun bara ein setning endurtekin hvað eftir annað. Þetta var krúttlegur og skemmtilegur gjörningur og vakti sennilega ekki marga til umhugsunar um það hvernig atkvæði þeirra í alþingiskosningunum yrði best varið. Sé innihaldið hins vegar skoðað í ljósi atburða þeirra mánaða sem síðan hafa liðið er hætt við að kaldur hrollur hríslist um fólk. Setningin sem Ragnar söng hljómaði nefnilega á þessa leið: „Ekki kjósa Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn, því ef að þú gerir það þá fer allt til helvítis.“ Listamenn hafa löngum verið taldir hafa gáfu sjáandans og hæfni til að greina samfélagið skarplegar en aðrir og í þessu tilfelli virðist sú kenning á rökum reist. Í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur ekki staðið steinn yfir steini og svo sem að bera í bakkaflullan lækinn að tíunda þau „afrek“ öll. Það er grátlegt að fylgjast með tilraunum hennar til að finna peninga til að stoppa í fjárlagagatið sem hún sjálf bjó til með því að lækka veiðigjald og afnema auðlegðarskatt. Væri þetta raunveruleikaþáttur í sjónvarpi gengi þrautin út á það að finna peninga alls staðar annars staðar en þar sem þeir eru til, einkum og sérílagi hjá sjúklingum, fátæklingum, atvinnulausum, öryrkjum, gamalmennum, börnum í Afríku, námsmönnum og menningariðkendum. Þar ætlar rískisstjórnin að herða sultarólina svo um munar, hún var greinilega alltof slök fyrir að hennar mati. Þríhrossin hafa alltaf haft lag á því að láta aumingjana blæða og ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er skilgetið afkvæmi þeirra. Lítilmótlegust af öllum þessum aðgerðum er þó sennilega sú ákvörðun að atvinnulausir fái ekki jólauppbót eins og allir aðrir landsmenn. Það er eins og ríkisstjórnin álíti að fólk velji sér sjálfviljugt það hlutskipti að missa atvinnuna og geti því bara sjálfu sér um kennt. Vigdís Hauksdóttir hefur meira að segja lýst yfir því markmiði að venja fólk af þeim ósóma að þyggja bætur, slíkt sé vinstri sinnaður aumingjaskapur sem ekki eigi að líðast. Velferðarþjóðfélag virðist vera hugtak sem ekki er finnanlegt í orðabók stjórnarliða. Bæði Þríhross og Skröggur hefðu orðið stoltir af þessum afkvæmum sínum væru þeir ekki skáldskapur. „.. þá fer allt til helvítis“ söng myndlistarmaðurinn í vor. Korteri í jól virðist sá spádómur kominn fram, það tók ekki langan tíma. Hvernig þetta forríka samfélag ætlar að finna anda jólanna með því að svipta þá sem minnst mega sín þeim litla glaðningi sem hægt er að veita sér fyrir þær rúmu 50.000 krónur sem jólauppbótin er mega guðirnir vita. Kannski það eigi að efna til landssöfnunar fyrir henni eins og tækjunum á Landspítalann. Láta þá ríku deila út ölmusunni til aumingja fátæka fólksins til að sýna gæsku sína og yfirburði eins og tíðkaðist á tímum Dickens. Það væri nú aldeilis jólastemning í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Nokkrum dögum fyrir kosningar í vor stillti myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson sér upp við styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli og flutti þar tónlistargjörning við annan mann. Boðskapurinn var sáraeinfaldur, í raun bara ein setning endurtekin hvað eftir annað. Þetta var krúttlegur og skemmtilegur gjörningur og vakti sennilega ekki marga til umhugsunar um það hvernig atkvæði þeirra í alþingiskosningunum yrði best varið. Sé innihaldið hins vegar skoðað í ljósi atburða þeirra mánaða sem síðan hafa liðið er hætt við að kaldur hrollur hríslist um fólk. Setningin sem Ragnar söng hljómaði nefnilega á þessa leið: „Ekki kjósa Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn, því ef að þú gerir það þá fer allt til helvítis.“ Listamenn hafa löngum verið taldir hafa gáfu sjáandans og hæfni til að greina samfélagið skarplegar en aðrir og í þessu tilfelli virðist sú kenning á rökum reist. Í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur ekki staðið steinn yfir steini og svo sem að bera í bakkaflullan lækinn að tíunda þau „afrek“ öll. Það er grátlegt að fylgjast með tilraunum hennar til að finna peninga til að stoppa í fjárlagagatið sem hún sjálf bjó til með því að lækka veiðigjald og afnema auðlegðarskatt. Væri þetta raunveruleikaþáttur í sjónvarpi gengi þrautin út á það að finna peninga alls staðar annars staðar en þar sem þeir eru til, einkum og sérílagi hjá sjúklingum, fátæklingum, atvinnulausum, öryrkjum, gamalmennum, börnum í Afríku, námsmönnum og menningariðkendum. Þar ætlar rískisstjórnin að herða sultarólina svo um munar, hún var greinilega alltof slök fyrir að hennar mati. Þríhrossin hafa alltaf haft lag á því að láta aumingjana blæða og ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er skilgetið afkvæmi þeirra. Lítilmótlegust af öllum þessum aðgerðum er þó sennilega sú ákvörðun að atvinnulausir fái ekki jólauppbót eins og allir aðrir landsmenn. Það er eins og ríkisstjórnin álíti að fólk velji sér sjálfviljugt það hlutskipti að missa atvinnuna og geti því bara sjálfu sér um kennt. Vigdís Hauksdóttir hefur meira að segja lýst yfir því markmiði að venja fólk af þeim ósóma að þyggja bætur, slíkt sé vinstri sinnaður aumingjaskapur sem ekki eigi að líðast. Velferðarþjóðfélag virðist vera hugtak sem ekki er finnanlegt í orðabók stjórnarliða. Bæði Þríhross og Skröggur hefðu orðið stoltir af þessum afkvæmum sínum væru þeir ekki skáldskapur. „.. þá fer allt til helvítis“ söng myndlistarmaðurinn í vor. Korteri í jól virðist sá spádómur kominn fram, það tók ekki langan tíma. Hvernig þetta forríka samfélag ætlar að finna anda jólanna með því að svipta þá sem minnst mega sín þeim litla glaðningi sem hægt er að veita sér fyrir þær rúmu 50.000 krónur sem jólauppbótin er mega guðirnir vita. Kannski það eigi að efna til landssöfnunar fyrir henni eins og tækjunum á Landspítalann. Láta þá ríku deila út ölmusunni til aumingja fátæka fólksins til að sýna gæsku sína og yfirburði eins og tíðkaðist á tímum Dickens. Það væri nú aldeilis jólastemning í því.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar