Til þess eru vítin að varast þau Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. desember 2013 07:00 Höfuðstöðvar Vodafone á Íslandi. Fréttablaðið/Stefán Gengi hlutabréfa Vodafone í Kauphöll Íslands hrapaði þegar viðskipti hófust með þau í byrjun vikunnar. Um helgina varð fyrirtækið fyrir alvarlegum gagnastuldi af vef þess. Mest lækkuðu bréfin um tæp 15 prósent laust fyrir hádegi á mánudag, en síðan rétti gengið að eins úr sér. Lækkun mánudagsins endaði í 12,10 prósentum. Áhrifin af klúðri helgarinnar voru þvi bæði mikil og greinileg, en nokkur ánægja hafði verið með síðasta uppgjör félagsins og því spáð ágætis gengi. Í gær virtist svo ákveðið jafnvægi komið á, þótt bréfin hafi aðeins lækkað í fyrstu viðskiptum. Í dagslok stóð gengið í stað. Í nýrri umfjöllun vírusvarnafyrirtækisins Trend Micro er farið yfir hve skaðlegur öryggisbrestur sem þessi er í raun og sann. Farsímar, net og önnur jaðartæki eru sagðir sérstakir áhættuþættir þegar kemur að árásum á einstök fyriræki. „Meira að segja leiðir rannsókn í ljós að viðleitni til að koma í veg fyrir að trúnaðargögnum verði stolið er meðal mikilvægustu verkefna sem samtök og stórfyrirtæki standa frammi fyrir,“ segir í fréttabréfi Trend Micro. „Fyrirtæki þurfa sem aldrei fyrr að standa vörð um höfuðdjásn sín, vegna þess að brotalöm í þeim efnum gæti haft alvarlegar afleiðingar.“ Talin eru nokkur sönn dæmi um afleiðingar sem það getur haft að vernda ekki gögn fyrirtækja tryggilega. Kostnaðarsamt sé að bregðast við og fást við afleiðingar innbrots. Þar er vísað til fjármuna og viðbúnaðar sem þörf sé við að greina hvernig árásin átti sér stað, hvaða gögnum var stolið og hvaða hliðartjón kunni að hafa orðið. Eins kemur fram að fyrirtæki gætu átt yfir höfði sér sektargreiðslur ef komi í ljós að þau hafi látið hjá líða að uppfylla öryggisstaðla sem geri þeim skylt að fylgja ákveðnum reglum. Síðan er óáþreifanlegur og óafturkræfur kostnaður. „Fjármunir sem eytt hefur verið í rannsóknir og þróun og í viðskiptaleyndarmál, þar sem þjófnaður gagna getur haft í för með sér skerta samkeppnisstöðu. Vodafone-innbrotið Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Gengi hlutabréfa Vodafone í Kauphöll Íslands hrapaði þegar viðskipti hófust með þau í byrjun vikunnar. Um helgina varð fyrirtækið fyrir alvarlegum gagnastuldi af vef þess. Mest lækkuðu bréfin um tæp 15 prósent laust fyrir hádegi á mánudag, en síðan rétti gengið að eins úr sér. Lækkun mánudagsins endaði í 12,10 prósentum. Áhrifin af klúðri helgarinnar voru þvi bæði mikil og greinileg, en nokkur ánægja hafði verið með síðasta uppgjör félagsins og því spáð ágætis gengi. Í gær virtist svo ákveðið jafnvægi komið á, þótt bréfin hafi aðeins lækkað í fyrstu viðskiptum. Í dagslok stóð gengið í stað. Í nýrri umfjöllun vírusvarnafyrirtækisins Trend Micro er farið yfir hve skaðlegur öryggisbrestur sem þessi er í raun og sann. Farsímar, net og önnur jaðartæki eru sagðir sérstakir áhættuþættir þegar kemur að árásum á einstök fyriræki. „Meira að segja leiðir rannsókn í ljós að viðleitni til að koma í veg fyrir að trúnaðargögnum verði stolið er meðal mikilvægustu verkefna sem samtök og stórfyrirtæki standa frammi fyrir,“ segir í fréttabréfi Trend Micro. „Fyrirtæki þurfa sem aldrei fyrr að standa vörð um höfuðdjásn sín, vegna þess að brotalöm í þeim efnum gæti haft alvarlegar afleiðingar.“ Talin eru nokkur sönn dæmi um afleiðingar sem það getur haft að vernda ekki gögn fyrirtækja tryggilega. Kostnaðarsamt sé að bregðast við og fást við afleiðingar innbrots. Þar er vísað til fjármuna og viðbúnaðar sem þörf sé við að greina hvernig árásin átti sér stað, hvaða gögnum var stolið og hvaða hliðartjón kunni að hafa orðið. Eins kemur fram að fyrirtæki gætu átt yfir höfði sér sektargreiðslur ef komi í ljós að þau hafi látið hjá líða að uppfylla öryggisstaðla sem geri þeim skylt að fylgja ákveðnum reglum. Síðan er óáþreifanlegur og óafturkræfur kostnaður. „Fjármunir sem eytt hefur verið í rannsóknir og þróun og í viðskiptaleyndarmál, þar sem þjófnaður gagna getur haft í för með sér skerta samkeppnisstöðu.
Vodafone-innbrotið Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira