Lífið

Skálmöld og Sinfónían saman á sviði

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Hér sjáum við Skálmöld koma fram á tónleikum á Litla hrauni.
Hér sjáum við Skálmöld koma fram á tónleikum á Litla hrauni. fréttablaðið/vilhelm
„Fyrsta æfingin með Sinfóníunni var í gær og það gekk rosalega vel,“ segir Baldur Ragnarsson einn af þremur gítarleikurum Skálmaldar en þeir koma fram á þrennum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Það er ekki á hverjum degi sem að hin virta Sinfóníuhljómsveit Íslands stígur á svið með rokkhljómsveit en það gerist þó á næstu dögum. Sinfónían kemur fram með rokkhljómsveitinni Skálmöld á þrennum tónleikum í Eldborgarsalnum í Hörpu.

Skálmöld hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir kraftmikla tónlist og líflega sviðsframkomu.Þá hafa kjarnmiklir textar hljómsveitarinnar átt sinn þátt í að skapa henni breiðan aðdáendahóp.

Mynd tekin í Eldborgarsalnum í Hörpu þegar verið er að gera allt klárt.
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur á undanförnum árum boðið hljómsveitum og listamönnum úr ólíkum áttum til samstarfs við sig. Margir eftirminnilegir tónleikar hafa orðið til úr slíku samstarfi. Uppselt er á tónleikana á fimmtudag og föstudag en þó eru enn til miðar á tónleikana á laugardaginn.

Tónlist Skálmaldar er eins og flestir vita þungarokk með þjóðlaga- og víkingaáhrifum og verður því forvitnilegt að sjá þessar tvær ólíku en kraftmiklu hljómsveitir sameinast á sviði. 

„Við lofum rosalegum tónleikum. Við munum flytja efni sem við höfum aldrei flutt áður á tónleikum,“ bætir Baldur við. Á efnisskránni verður meðal annars tónlist af plötum Skálmaldar, Baldri og Börnum Loka. Tónskáldið Haraldur V. Sveinbjörnsson sér um útsetningar á málmkenndu tónunum fyrir Sinfónínuna. 

Hægt er að nálgast miða á tónleikana á midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.