Skoðun

„Mainstream“

Sighvatur Björgvinsson skrifar
Ég sé á Eyjunni í dag, mánudag, að þau Hannes Hólmsteinn og Eva Hauksdóttir eru að deila um hvort þeirra sé „mainstream“ og hvort þeirra utangarðsfólk. Sannfærður er ég um hvort er hvað.

Sá, sem sagði í fyrstu minningu minni um viðkomandi, að ekkert væri athugavert við að selja ömmu sína ef markaður væri fyrir hana – sá er auðvitað „mainstream“.

Sá, sem forsíðumyndin birtist af aleinum að „spæja“ fyrir hornið á Alþingishúsinu þegar alþýða Reykjavíkur safnaðist saman til fundahalda á Austurvelli – sá er auðvitað „mainstream“.

Sá sem skrifaði merkar bækur um Nóbelsskáldið okkar og notaði þar beinar tilvitnanir í texta þess en gleymdi að geta þess – sá er auðvitað „mainstream“.

Sá, sem að sögn aðstoðarmanns forsætisráðherra, hringdi í hann hágrátandi vegna þess að ráðherrann hefði kannski reiðst honum – sá er auðvitað „mainstream“.



Sá, sem boðaði kenninguna um að markaðurinn væri einn til þess hæfur að hafa eftirlit með sjálfum sér og lagfæra það sem lagfæra þyrfti – sá er auðvitað „mainstream“.

Sá, sem telst vera fulltrúi þess hugmyndaheims sem hrundi árið 2008 þegar sá íslenski hugmyndaheimur öðlaðist heimsfrægð fyrir vikið – sá er auðvitað „mainstream“.

Mikið mega þeir vera ánægðir innra með sjálfum sér, sem ekki teljast vera „mainstream“ – heldur bara svona utangarðsfólk. Panta að fá að vera þar.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×