Náttúran innblásturinn Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 6. desember 2013 10:00 Heather Renee Edgar og Eva Sól Jakobsdóttir reyndu að halda kostnaði í lágmarki við borðskreytingu ársins. Eva Sól Jakobsdóttir og Heather Renee Edgar skelltu sér í þriggja vikna blómaskreytinganám til heimabæjar Heather í Ohio í sumar. Vinkonurnar áttu því ekki í nokkrum vandræðum með að setja saman borðskreytingu fyrir Jólablað Fréttablaðsins. Náttúran og einfaldleiki var okkar innblástur og við reyndum að halda kostnaði í lágmarki. Allir ættu að geta gert þessa skreytingu og það er til dæmis upplagt að fara með fjölskylduna í göngu um Heiðmörk og tína köngla. Grenið er hægt að klippa af trjám í garðinum eða spyrja um leyfi í öðrum görðum ef engin eru í ykkar garði,“ segir Eva Sól. Þær mæla með því að gera skreytinguna á Þorláksmessu því á aðfangadag er oft mikið stress. Gott er að vökva skreytinguna yfir hátíðarnar ef hún á að standa.Gamlar jólakúlur er tilvalið að nýta í þessa skreytingu og hægt er að leika sér með liti. Könglunum var rúllað upp úr glimmeri og þeir svo lakkaðir.„Við unnum með það sem við fundum úti. Köngla, greni og trjágreinar. Hreindýrshorn sem pabbi minn hafði átt í mörg ár fékk að fljóta með. Kertin eru vafin með grófu snæri úr Bauhaus,“ segir Eva Sól.Þær Eva og Heather bundu hnífapörin saman með snæri og skreyttu með greni og upphafsstöfum gesta. Jólafréttir Mest lesið Súkkulaðikransatoppar Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Gleymir að kaupa jólatré Jól Óþarfi að flækja málin Jól Hráfæðissæla með jarðarberjakremi og ferskum berjum Jólin Dagskrá aðventu, jóla og áramóta í Háteigskirkju Jól Sálmur 81 - Guðs kristni í heimi Jól Fyrir þá sem hafa tíu þumalfingur Jól Jólahald bræðranna á Kollaleiru Jól Gyðingakökur Jól
Eva Sól Jakobsdóttir og Heather Renee Edgar skelltu sér í þriggja vikna blómaskreytinganám til heimabæjar Heather í Ohio í sumar. Vinkonurnar áttu því ekki í nokkrum vandræðum með að setja saman borðskreytingu fyrir Jólablað Fréttablaðsins. Náttúran og einfaldleiki var okkar innblástur og við reyndum að halda kostnaði í lágmarki. Allir ættu að geta gert þessa skreytingu og það er til dæmis upplagt að fara með fjölskylduna í göngu um Heiðmörk og tína köngla. Grenið er hægt að klippa af trjám í garðinum eða spyrja um leyfi í öðrum görðum ef engin eru í ykkar garði,“ segir Eva Sól. Þær mæla með því að gera skreytinguna á Þorláksmessu því á aðfangadag er oft mikið stress. Gott er að vökva skreytinguna yfir hátíðarnar ef hún á að standa.Gamlar jólakúlur er tilvalið að nýta í þessa skreytingu og hægt er að leika sér með liti. Könglunum var rúllað upp úr glimmeri og þeir svo lakkaðir.„Við unnum með það sem við fundum úti. Köngla, greni og trjágreinar. Hreindýrshorn sem pabbi minn hafði átt í mörg ár fékk að fljóta með. Kertin eru vafin með grófu snæri úr Bauhaus,“ segir Eva Sól.Þær Eva og Heather bundu hnífapörin saman með snæri og skreyttu með greni og upphafsstöfum gesta.
Jólafréttir Mest lesið Súkkulaðikransatoppar Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Gleymir að kaupa jólatré Jól Óþarfi að flækja málin Jól Hráfæðissæla með jarðarberjakremi og ferskum berjum Jólin Dagskrá aðventu, jóla og áramóta í Háteigskirkju Jól Sálmur 81 - Guðs kristni í heimi Jól Fyrir þá sem hafa tíu þumalfingur Jól Jólahald bræðranna á Kollaleiru Jól Gyðingakökur Jól