Krúsílegt og kósí kreppujólaskraut 5. desember 2013 14:00 Kristín Anna Sæmundsdóttir, öðru nafni Stína Sæm, segir aðferðir við föndrið, sem hún sýnir afraksturinn af, sýndar skref fyrir skref í fjölmörgum mismunandi útgáfum á youtube.com. "Þegar búið er að læra að brjóta pappírinn saman eftir kúnstarinnar reglum er eftirleikurinn auðveldur.“ myndir/stefán Keflvíski fagurkerinn Stína Sæm kann að gleðja augað með fallegu jólaföndri og litlum tilkostnaði. Eins og aðrir Keflvíkingar byrjar hún að skreyta snemma. „Hugmyndirnar fæ ég mestmegnis á Pinterest og þar sá ég útklipptu frostrósirnar á mynd af búðarglugga. Það er stórkostlega fallegt að sjá þær flökta í glugganum eins og snjókorn og sáraeinfalt að búa þær til,“ segir Stína sem klippti frostrósirnar út úr vélritunarpappír. „Því þynnri sem pappírinn er, því betra og ég hengi þær upp með glærum tvinna.“Stína heldur úti skemmtilegu bloggi með hugmyndum fyrir heimilið sem hún vill deila með öðrum (stinasaem.blogspot.com). „Ég hef alltaf haft yndi af því að nostra við heimilið sem ber þess merki að ég hafi föndrað sitt lítið af hverju. Sérstakt áhugamál er að framkvæma hugmyndir sem eru ekki of algengar og setja annan blæ á heimilið,“ segir Stína sem af og til tekur myndir af framkvæmdum sínum og föndri heima við til að gleðja gesti sína á blogginu.Kramarhúsið er unnið úr blaðsíðum úr gamalli bók og prýtt fallegu bandi og glansmynd. Stína segir hægt að bæta einfaldri blúndu við efst. „Kramarhúsið er fallegt sem skraut á pakka og til að fylla af sælgæti til skreytinga heima.“„Ég á mikið af gömlum gripum í bland við hluti sem ég hef frískað upp á og gefið nýtt hlutverk. Þannig var aðventukransinn í fyrra gerður úr gömlum sultukrukkum sem ég batt borða utan um og hellti í strásykri til að stinga kertum í,“ segir Stína, sem er fædd og uppalin í Keflavík og byrjar snemma að skreyta fyrir jólin, eins og margir Keflvíkingar. „Ég tími ekki að taka jólaskrautið niður of snemma og nota því glærar ljósaseríur sem fá að lýsa upp skammdegið fram í mars. Eftir þrettándann kalla ég svo vissar jólaskreytingar vetrarskreytingar og haustskreytingar þær sem fara fyrst upp fyrir jólin,“ segir Stína sem býr í rómantískum gamla bænum.Fimm arma jólastjörnu gerði Stína úr blaðsíðu úr gamalli bók og gaman er að sjá hvernig orðin mynda hugrenningar á stjörnunni sem er bæði fallegt skraut og flott á jólapakkann.„Heimatilbúið jólaskraut er sjarmerandi og persónulegt og gaman að blanda því saman við fína, aðkeypta hluti. Þá er ekki verra ef það kostar lítið. Það þarf nefnilega ekki að eyða um efni fram til að skapa töfrandi og fallega hluti.“ Jólafréttir Mest lesið Gyðingakökur Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Frá ljósanna hásal Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Svona gerirðu graflax Jól Loftkökur Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin
Keflvíski fagurkerinn Stína Sæm kann að gleðja augað með fallegu jólaföndri og litlum tilkostnaði. Eins og aðrir Keflvíkingar byrjar hún að skreyta snemma. „Hugmyndirnar fæ ég mestmegnis á Pinterest og þar sá ég útklipptu frostrósirnar á mynd af búðarglugga. Það er stórkostlega fallegt að sjá þær flökta í glugganum eins og snjókorn og sáraeinfalt að búa þær til,“ segir Stína sem klippti frostrósirnar út úr vélritunarpappír. „Því þynnri sem pappírinn er, því betra og ég hengi þær upp með glærum tvinna.“Stína heldur úti skemmtilegu bloggi með hugmyndum fyrir heimilið sem hún vill deila með öðrum (stinasaem.blogspot.com). „Ég hef alltaf haft yndi af því að nostra við heimilið sem ber þess merki að ég hafi föndrað sitt lítið af hverju. Sérstakt áhugamál er að framkvæma hugmyndir sem eru ekki of algengar og setja annan blæ á heimilið,“ segir Stína sem af og til tekur myndir af framkvæmdum sínum og föndri heima við til að gleðja gesti sína á blogginu.Kramarhúsið er unnið úr blaðsíðum úr gamalli bók og prýtt fallegu bandi og glansmynd. Stína segir hægt að bæta einfaldri blúndu við efst. „Kramarhúsið er fallegt sem skraut á pakka og til að fylla af sælgæti til skreytinga heima.“„Ég á mikið af gömlum gripum í bland við hluti sem ég hef frískað upp á og gefið nýtt hlutverk. Þannig var aðventukransinn í fyrra gerður úr gömlum sultukrukkum sem ég batt borða utan um og hellti í strásykri til að stinga kertum í,“ segir Stína, sem er fædd og uppalin í Keflavík og byrjar snemma að skreyta fyrir jólin, eins og margir Keflvíkingar. „Ég tími ekki að taka jólaskrautið niður of snemma og nota því glærar ljósaseríur sem fá að lýsa upp skammdegið fram í mars. Eftir þrettándann kalla ég svo vissar jólaskreytingar vetrarskreytingar og haustskreytingar þær sem fara fyrst upp fyrir jólin,“ segir Stína sem býr í rómantískum gamla bænum.Fimm arma jólastjörnu gerði Stína úr blaðsíðu úr gamalli bók og gaman er að sjá hvernig orðin mynda hugrenningar á stjörnunni sem er bæði fallegt skraut og flott á jólapakkann.„Heimatilbúið jólaskraut er sjarmerandi og persónulegt og gaman að blanda því saman við fína, aðkeypta hluti. Þá er ekki verra ef það kostar lítið. Það þarf nefnilega ekki að eyða um efni fram til að skapa töfrandi og fallega hluti.“
Jólafréttir Mest lesið Gyðingakökur Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Frá ljósanna hásal Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Svona gerirðu graflax Jól Loftkökur Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin