Skoðun

Við borgum brúsann

Marta Guðjónsdóttir skrifar
Meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins hefur sólundað útsvarsgreiðslum borgarbúa í gæluverkefni á meðan dregið er úr grunnþjónustu og gjöldin hækkuð á öllum sviðum.

Skrifstofa borgarstjóra er starfsvettvangur borgarstjórans sjálfs og ætti því að gefa góða mynd af afstöðu hans til ráðdeildarsemi og aðhalds í rekstri. Rekstrarkostnaður skrifstofu borgarstjóra hefur hækkað á þessu eina kjörtímabili úr 165 milljónum í 530 milljónir á ári. Og eftir höfðinu dansa limirnir.

Borgarsjóður var rekinn með afgangi allt síðasta kjörtímabil, þrátt fyrir efnahagsáföllin 2008. En á þessu kjörtímabili hefur borgarsjóður verið rekinn með tapi á hverju einasta ári. Á þessu kjörtímabili hafa hreinar skuldir borgarsjóðs meira en tvöfaldast, úr 23 milljörðum í 49 milljarða, þrátt fyrir skatta- og gjaldskrárhækkanir. Árlega greiðir því fjögurra manna fjölskylda í Reykjavík 440.000 krónum hærri upphæð í skatta og gjöld til borgarinnar en hún gerði við upphaf kjörtímabilsins. Hvern einasta klukkutíma sem þessi meirihluti hefur haldið um taumana í borginni hafa skuldir aukist um 750.000 krónur.

Hverjir borga svo brúsann? Jú, auðvitað við útsvarsgreiðendur í Reykjavík. Þessari þróun þarf að snúa við og lækka álögur á borgarbúa og forgangsraða í þágu grunnþjónustu við íbúa borgarinnar í stað gæluverkefna.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×