Ósamræmi Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 14. nóvember 2013 12:00 Grimmd eftir Stefán Mána Bækur: Grimmd Stefán Máni. JPV-útgáfa Stefán Máni hefur fundið fjölina sína og gefur ekki tommu eftir í sínum nýjasta trylli sem heitir Grimmd. Frásögnin flengist áfram og aðdáendur Stefáns Mána fá sitthvað fyrir sinn snúð. Þetta er strákabók, ef óhætt er að nota svo grófgerðan stimpil; sú fjórða sem fjallar um lögguna Hörð Grímsson en hann er einnig í lykilhlutverki í Hyldýpi, Feigð og Húsinu. Í Grimmd er smáglæpamaðurinn William Smári Clover miðpunktur atburða, athyglisverð andhetja og skemmtilega teiknuð af höfundi. Hann lendir milli steins og sleggju, vægast sagt. Ferill Stefáns Mána er athyglisverður. Hann vakti athygli með öldungis fínum bókum á borð við Hótel California og Ísrael í kringum aldamótin 2000. Þá þegar komu hæfileikar hans í ljós sem til dæmis felast í því að fáum lætur betur að lýsa á lifandi hátt aðstæðum og umhverfi en honum. En, þó Stefán Máni hafi þá þegar notið athygli þeirra sem fylgjast grannt með íslenskum bókmenntum dugði það ekki hinum metnaðarfulla unga höfundi. Glæpasagan var rísandi og hefur einokað bóksölulista nú um tuttugu ára skeið. Sú staðreynd hefur ekki látið nokkurn íslenskan höfund ósnortinn – þó viðbrögð þeirra séu með ýmsu móti. Eftir nokkur umbrot fann Stefán Máni stærri lesendahóp með bókinni Svartur á leik (2004) og þá ekki síður með Skipinu (2006), ekki með glæpasögu eða morðgátu heldur trylli þar sem stórkarlalegum persónum er plantað á hið íslenska sögusvið. Það fylgdi þeirri sögu að Stefán Máni hafi lagst í mikla rannsóknarvinnu og stúderað hina íslensku undirheima. Stefán Máni lýsti því yfir að hann ætlaði sér að greina frá niðurstöðum rannsókna sinna en út úr því kom ekki rannsóknarblaðamennskuleg úttekt og trúverðug heldur einstök blanda íslensks raunsæis og svo tryllis í ætt við Stephen King -- en áhrif hans fara ekki á milli mála. Og þar hefur Stefán Máni haldið sig að mestu allar götur síðan með góðum árangri. Mythológískar og demónískar persónur að fóta sig á íslenskum samtíma. Og, ef það er ekki bilað þarf varla að laga það? Nema hvað að í Grimmd er því haldið fram að sagan byggi á sönnum atburðum. Og einhvers staðar segir að sannleikurinn sé lygilegri en skáldskapur. En, þetta torkennilegt. Stefán Máni hefur, eins og áður sagði, einstakt lag á að lýsa öllum aðstæðum á lifandi hátt. Honum hefur farið fram í því sem heita dramatískar eigindir; samtöl persóna hans renna betur með hverri bókinni en á móti kemur að persónusköpunin er of einfeldningsleg, brött og gróf til að trúverðugt geti talist. Þegar vondi kallinn brosir, þá brosir hann „smeðjulega“. Stefán Máni leitar eftir raunsæislegum ástæðum, einhvers konar sósíalrealískum forsendum, fyrir því að Smári verður sá glæpamaður sem hann er: Þrátt fyrir gott upplag þá eru uppeldisaðstæður hans brútal. En, þó hann sé skemmtileg persóna er hann, jú, erkitýpulegur. Þetta að blanda saman raunsæi og grófgerðri og mýtólógískri persónusköpun virkar alveg innan þess ramma sem hinn sérstæði söguheimur Stefáns Mána ákvarðar, en af hverju að halda því fram að um sanna sögu sé að ræða? Ef höfundur vill þróast og sprengja upp rammann er það fremur hæpin slóð að troða. Vissulega hefur maður heyrt ótrúlegustu draugasögur af óhæfuverkum misgæfulegra íslenskra glæpamanna og klíkumeðlima. En, æsispennandi bílaeltingarleikur um hálendi Íslands, þar sem allt lendir í steik og blóðugu uppgjöri er meira eins og maður ímyndar sér að finna megi í kvikmyndahandriti að Hollywood-mynd en úr íslenskum lögregluskýrslum. Þetta að ætlast til þess að lesandinn setji sig í þær stellingar að hann sé að lesa sanna sögu virkar einfaldlega sem pirrandi ósamræmi.Niðurstaða: Aðdáendur Stefáns Mána verða ekki fyrir vonbrigðum, sagan flengist áfram. En grófgerð persónusköpun karaktera sem spóka sig á raunsæislegu sögusviðinu aftra því að trúverðugleikinn sem sóst er eftir standist skoðun. Gagnrýni Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur: Grimmd Stefán Máni. JPV-útgáfa Stefán Máni hefur fundið fjölina sína og gefur ekki tommu eftir í sínum nýjasta trylli sem heitir Grimmd. Frásögnin flengist áfram og aðdáendur Stefáns Mána fá sitthvað fyrir sinn snúð. Þetta er strákabók, ef óhætt er að nota svo grófgerðan stimpil; sú fjórða sem fjallar um lögguna Hörð Grímsson en hann er einnig í lykilhlutverki í Hyldýpi, Feigð og Húsinu. Í Grimmd er smáglæpamaðurinn William Smári Clover miðpunktur atburða, athyglisverð andhetja og skemmtilega teiknuð af höfundi. Hann lendir milli steins og sleggju, vægast sagt. Ferill Stefáns Mána er athyglisverður. Hann vakti athygli með öldungis fínum bókum á borð við Hótel California og Ísrael í kringum aldamótin 2000. Þá þegar komu hæfileikar hans í ljós sem til dæmis felast í því að fáum lætur betur að lýsa á lifandi hátt aðstæðum og umhverfi en honum. En, þó Stefán Máni hafi þá þegar notið athygli þeirra sem fylgjast grannt með íslenskum bókmenntum dugði það ekki hinum metnaðarfulla unga höfundi. Glæpasagan var rísandi og hefur einokað bóksölulista nú um tuttugu ára skeið. Sú staðreynd hefur ekki látið nokkurn íslenskan höfund ósnortinn – þó viðbrögð þeirra séu með ýmsu móti. Eftir nokkur umbrot fann Stefán Máni stærri lesendahóp með bókinni Svartur á leik (2004) og þá ekki síður með Skipinu (2006), ekki með glæpasögu eða morðgátu heldur trylli þar sem stórkarlalegum persónum er plantað á hið íslenska sögusvið. Það fylgdi þeirri sögu að Stefán Máni hafi lagst í mikla rannsóknarvinnu og stúderað hina íslensku undirheima. Stefán Máni lýsti því yfir að hann ætlaði sér að greina frá niðurstöðum rannsókna sinna en út úr því kom ekki rannsóknarblaðamennskuleg úttekt og trúverðug heldur einstök blanda íslensks raunsæis og svo tryllis í ætt við Stephen King -- en áhrif hans fara ekki á milli mála. Og þar hefur Stefán Máni haldið sig að mestu allar götur síðan með góðum árangri. Mythológískar og demónískar persónur að fóta sig á íslenskum samtíma. Og, ef það er ekki bilað þarf varla að laga það? Nema hvað að í Grimmd er því haldið fram að sagan byggi á sönnum atburðum. Og einhvers staðar segir að sannleikurinn sé lygilegri en skáldskapur. En, þetta torkennilegt. Stefán Máni hefur, eins og áður sagði, einstakt lag á að lýsa öllum aðstæðum á lifandi hátt. Honum hefur farið fram í því sem heita dramatískar eigindir; samtöl persóna hans renna betur með hverri bókinni en á móti kemur að persónusköpunin er of einfeldningsleg, brött og gróf til að trúverðugt geti talist. Þegar vondi kallinn brosir, þá brosir hann „smeðjulega“. Stefán Máni leitar eftir raunsæislegum ástæðum, einhvers konar sósíalrealískum forsendum, fyrir því að Smári verður sá glæpamaður sem hann er: Þrátt fyrir gott upplag þá eru uppeldisaðstæður hans brútal. En, þó hann sé skemmtileg persóna er hann, jú, erkitýpulegur. Þetta að blanda saman raunsæi og grófgerðri og mýtólógískri persónusköpun virkar alveg innan þess ramma sem hinn sérstæði söguheimur Stefáns Mána ákvarðar, en af hverju að halda því fram að um sanna sögu sé að ræða? Ef höfundur vill þróast og sprengja upp rammann er það fremur hæpin slóð að troða. Vissulega hefur maður heyrt ótrúlegustu draugasögur af óhæfuverkum misgæfulegra íslenskra glæpamanna og klíkumeðlima. En, æsispennandi bílaeltingarleikur um hálendi Íslands, þar sem allt lendir í steik og blóðugu uppgjöri er meira eins og maður ímyndar sér að finna megi í kvikmyndahandriti að Hollywood-mynd en úr íslenskum lögregluskýrslum. Þetta að ætlast til þess að lesandinn setji sig í þær stellingar að hann sé að lesa sanna sögu virkar einfaldlega sem pirrandi ósamræmi.Niðurstaða: Aðdáendur Stefáns Mána verða ekki fyrir vonbrigðum, sagan flengist áfram. En grófgerð persónusköpun karaktera sem spóka sig á raunsæislegu sögusviðinu aftra því að trúverðugleikinn sem sóst er eftir standist skoðun.
Gagnrýni Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira