Breytir sambandið samningum? Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 12. nóvember 2013 06:00 Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarfulltrúi á Ísafirði, skrifar grein í Fréttablaðið í gær um skólamál og kjör kennara. Síðastliðin tíu ár hef ég verið talsmaður þess í Reykjavíkurborg að breyta kjarasamningum kennara, talið þá vera úrelta og hvorki í samræmi við kröfur til starfa háskólamenntaðra starfsmanna né skólaþróunar. Ég hef sagt að stagbættur samningur sem grundvallast á stundatöflum dugi ekki lengur. Reykjavíkurborg á að vera leiðandi í þessari umræðu enda langstærsta sveitarfélagið. Bara á þessu ári aukast útgjöld borgarinnar um 100 milljónir, sem jafngildir launum 16 kennara, vegna kennsluafsláttar kennara sem eru komnir yfir ákveðinn aldur. Reykjavíkurborg á með skýrum hætti að setja stefnuna á miklu sveigjanlegra umhverfi fyrir kennara og skólastjórnendur – og taka til umræðu einhvers konar framgangskerfi í líkingu við það sem hjúkrunarfræðingar nota með góðum árangri. Þannig getum við umbunað kennurum góð störf með launaflokkahækkunum. Grein Halldórs gefur okkur tilefni til að hugleiða hvað Samband íslenskra sveitarfélaga hefur raunverulega gert undanfarin ár í þessu sambandi. Sambandið sló út af borðinu mögulegt samkomulag um sólarlagsákvæði á kennsluafslætti. Ekkert hefur hreyfst í átt að sveigjanlegri kjarasamningum nema síður sé og traustið á milli sambandsins og kennara er við frostmark. Ég fagna því ef breyting verður á því enda löngu tímbært að leggja fram skýra stefnu og fara að draga upp nýjan samning. Það er ekki hægt að stagbæta núverandi samning. Markmiðið á að vera að hækka laun kennara umfram vísitölu en losa um leið úreltar vinnuskilgreiningar. Reykjavíkurborg á að vera leiðandi í að bjóða upp á meiri sérhæfingu og sveigjanleika með minni miðstýringu borgarinnar sjálfrar og meiri völd til skólastjóra. Við eigum að búa til samning sem miðar við að laun kennara og verkefni séu í samræmi við aðra háskólamenntaða starfsmenn. Sveitarfélög þurfa að fjárfesta í þessum breytingum. Það er tímabært að virkja krafta kennara í sveigjanlegu umhverfi launa og starfsskilyrða. Að einbeita sér að þeirri stefnu að „reka kennsluna með færri kennurum…“ eins og Halldór nefnir er kolrangt markmið og mun valda úlfúð meðal kennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarfulltrúi á Ísafirði, skrifar grein í Fréttablaðið í gær um skólamál og kjör kennara. Síðastliðin tíu ár hef ég verið talsmaður þess í Reykjavíkurborg að breyta kjarasamningum kennara, talið þá vera úrelta og hvorki í samræmi við kröfur til starfa háskólamenntaðra starfsmanna né skólaþróunar. Ég hef sagt að stagbættur samningur sem grundvallast á stundatöflum dugi ekki lengur. Reykjavíkurborg á að vera leiðandi í þessari umræðu enda langstærsta sveitarfélagið. Bara á þessu ári aukast útgjöld borgarinnar um 100 milljónir, sem jafngildir launum 16 kennara, vegna kennsluafsláttar kennara sem eru komnir yfir ákveðinn aldur. Reykjavíkurborg á með skýrum hætti að setja stefnuna á miklu sveigjanlegra umhverfi fyrir kennara og skólastjórnendur – og taka til umræðu einhvers konar framgangskerfi í líkingu við það sem hjúkrunarfræðingar nota með góðum árangri. Þannig getum við umbunað kennurum góð störf með launaflokkahækkunum. Grein Halldórs gefur okkur tilefni til að hugleiða hvað Samband íslenskra sveitarfélaga hefur raunverulega gert undanfarin ár í þessu sambandi. Sambandið sló út af borðinu mögulegt samkomulag um sólarlagsákvæði á kennsluafslætti. Ekkert hefur hreyfst í átt að sveigjanlegri kjarasamningum nema síður sé og traustið á milli sambandsins og kennara er við frostmark. Ég fagna því ef breyting verður á því enda löngu tímbært að leggja fram skýra stefnu og fara að draga upp nýjan samning. Það er ekki hægt að stagbæta núverandi samning. Markmiðið á að vera að hækka laun kennara umfram vísitölu en losa um leið úreltar vinnuskilgreiningar. Reykjavíkurborg á að vera leiðandi í að bjóða upp á meiri sérhæfingu og sveigjanleika með minni miðstýringu borgarinnar sjálfrar og meiri völd til skólastjóra. Við eigum að búa til samning sem miðar við að laun kennara og verkefni séu í samræmi við aðra háskólamenntaða starfsmenn. Sveitarfélög þurfa að fjárfesta í þessum breytingum. Það er tímabært að virkja krafta kennara í sveigjanlegu umhverfi launa og starfsskilyrða. Að einbeita sér að þeirri stefnu að „reka kennsluna með færri kennurum…“ eins og Halldór nefnir er kolrangt markmið og mun valda úlfúð meðal kennara.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar