Ríkisstjórn gegn framförum? Svandís Svavarsdóttir skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Ein mikilvægasta forsendan fyrir framförum og velsæld í samfélögum er að vel sé hlúð að opinberum samkeppnissjóðum sem veita fé til vísindarannsókna. Slíkar rannsóknir eru grundvöllur verðmætasköpunar sem byggist á hugviti en ekki nýtingu á takmörkuðum náttúruauðlindum. Veruleg aukning á fjárframlögum til samkeppnissjóða á sviði vísinda varð því eðlilega eitt af meginatriðum fjárfestingaáætlunar ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Aukningin var reyndar algjörlega nauðsynleg því fjárframlög til þeirra höfðu staðið í stað frá því fyrir hrun og því hefði í raun þurft að gera enn betur. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks virðist þó ekki hafa skilning á þessu og hefur með fyrsta fjárlagafrumvarpi sínu ákveðið að draga aukninguna að verulegu leyti til baka. Að undanförnu hefur mikil umræða farið fram á Alþingi og í samfélaginu um stöðu Rannsóknasjóðs í ljósi þess niðurskurðar sem fjárlagafrumvarpið boðar. Komið hefur fram að niðurskurðurinn mun hafa þær afleiðingar að sjóðurinn mun ekki geta stutt við ný verkefni á árunum 2014 og 2015. Það þýðir að starf fjölda rannsóknahópa er í hættu og að fjöldi ungs vísindafólks gæti neyðst til að flytja af landi brott til að geta sinnt starfi sínu. Það er hætt við því að rannsóknarnemar þurfi að hætta í miðju kafi og að samfella í mikilvægum verkefnunum rofni þannig að gríðarlegir fjármunir fari í súginn. Það er verið að spá neyðarástandi og til þess má ekki koma. Það sem er dapurlegast við þennan niðurskurð er að hann er ekki nauðsynlegur heldur er hann birtingarmynd þeirrar forgangsröðunar sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks stendur fyrir. Hún er í þágu stórútgerðarinnar á kostnað framfara og eðlilegs vísindastarfs í íslensku samfélagi. Niðurskurðurinn er til kominn vegna þess að ríkisstjórnin og meirihluti Alþingis ákváðu að gera það sitt fyrsta verk að lækka sérstaka veiðigjaldið og þannig afsala samfélaginu eðlilegum hluta í arði af sjávarauðlindinni. Arði sem til stóð að nota til að byggja upp og treysta innviði íslensks samfélags. Útlitið er ekki bjart en enn þá er hægt að skipta um áherslu og skila fjármagninu aftur til sjóðanna. Það er of mikið í húfi til að verjandi sé að hunsa raddir vísindasamfélagsins og þverpólitíska sátt um mikilvægi rannsókna og þróunar í þágu samfélagsins alls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Ein mikilvægasta forsendan fyrir framförum og velsæld í samfélögum er að vel sé hlúð að opinberum samkeppnissjóðum sem veita fé til vísindarannsókna. Slíkar rannsóknir eru grundvöllur verðmætasköpunar sem byggist á hugviti en ekki nýtingu á takmörkuðum náttúruauðlindum. Veruleg aukning á fjárframlögum til samkeppnissjóða á sviði vísinda varð því eðlilega eitt af meginatriðum fjárfestingaáætlunar ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Aukningin var reyndar algjörlega nauðsynleg því fjárframlög til þeirra höfðu staðið í stað frá því fyrir hrun og því hefði í raun þurft að gera enn betur. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks virðist þó ekki hafa skilning á þessu og hefur með fyrsta fjárlagafrumvarpi sínu ákveðið að draga aukninguna að verulegu leyti til baka. Að undanförnu hefur mikil umræða farið fram á Alþingi og í samfélaginu um stöðu Rannsóknasjóðs í ljósi þess niðurskurðar sem fjárlagafrumvarpið boðar. Komið hefur fram að niðurskurðurinn mun hafa þær afleiðingar að sjóðurinn mun ekki geta stutt við ný verkefni á árunum 2014 og 2015. Það þýðir að starf fjölda rannsóknahópa er í hættu og að fjöldi ungs vísindafólks gæti neyðst til að flytja af landi brott til að geta sinnt starfi sínu. Það er hætt við því að rannsóknarnemar þurfi að hætta í miðju kafi og að samfella í mikilvægum verkefnunum rofni þannig að gríðarlegir fjármunir fari í súginn. Það er verið að spá neyðarástandi og til þess má ekki koma. Það sem er dapurlegast við þennan niðurskurð er að hann er ekki nauðsynlegur heldur er hann birtingarmynd þeirrar forgangsröðunar sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks stendur fyrir. Hún er í þágu stórútgerðarinnar á kostnað framfara og eðlilegs vísindastarfs í íslensku samfélagi. Niðurskurðurinn er til kominn vegna þess að ríkisstjórnin og meirihluti Alþingis ákváðu að gera það sitt fyrsta verk að lækka sérstaka veiðigjaldið og þannig afsala samfélaginu eðlilegum hluta í arði af sjávarauðlindinni. Arði sem til stóð að nota til að byggja upp og treysta innviði íslensks samfélags. Útlitið er ekki bjart en enn þá er hægt að skipta um áherslu og skila fjármagninu aftur til sjóðanna. Það er of mikið í húfi til að verjandi sé að hunsa raddir vísindasamfélagsins og þverpólitíska sátt um mikilvægi rannsókna og þróunar í þágu samfélagsins alls.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar